Hafa lífeyrissjóðirnir tapað 200 milljörðum?

Aldraður fjárfestir, sem laumar einatt að mér mikilsverðum upplýsingum, hafði orð á því skömmu eftir áramót, að sögur væru á sveimi um erfiða stöðu Straums og í gær tók Fjármálaeftirlitið við rekstri bankans.

Þá var fullyrt við mig í gær að í rekstri lífeyrissjóðanna væru ekki öll kurl komin til grafar. Nær væri að tap þeirra næmi 200 milljörðum sem hlyti að þýða umtalsverða skerðingu á kjörum lífeyrisþega.

Fjárhagsstaða Íslendinga er í raun verri en menn eins og Tryggvi Þór Herbertsson láta í veðri vaka. Saga hans sem hagfræðings og þjóns fyrrverandi yfirvalda veldur því að hver sá, sem hyggst greiða honum atkvæði í væntanlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi hlýtur að hugsa sig um tvisvar áður en hann tekur þá afstöðu að trúa honum fyrir öruggu þingsæti.

Mál eru að snúast í það horf að ríkisstjórnin verður að hætta við að neyða stjórnarskrárbreytingum upp á þingið og tefja þannig fyrir framgangi brýnna mála. Stjórnarskrá og kosningalög geta beðið betri tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband