Leikritið gerðist bæði utan- og innan dyra. Helsti galli hljóðritsins var sá að lítill sem enginn munur var á hljómnum og heyrðist örlítið herbergishljóð í utandyraatriðunum. Skrifast það e.t.v. á reynsluleysi tæknimanns eða leikstjórann sem hefur þurft að spara.
Í heildina var verkið prýðilega unnið og leikstjórn Ásdísar Thoroddsen til fyrirmyndar. Helst bar á því að Pétur Einarsson héldi ekki samfelldri raddbeitingu út verkið. Margrét Guðmundsdóttir var allan tímann samkvæm sjálfri sér.
Hljóðmynd leikrita skiptir mjög miklu máli. Með nútímatækni og betri hljóðritum hefur gerð hljóðmynda orðið flóknari en áður. Það var afar sannfærandi þegar jeppi var látinn spóla sig niður í leðju og hjólhýsi slitnaði aftan úr, eins þegar alld "heila klabbið" hlunkaðist niður snarbratta brekku og bíllinn braust yfir torfæran gróður og óslétt land.
Atriðið á sjúkrastofunni var meistaralega vel gert. Ég sat með heyrnartól til þess að geta einbeitt mér að því að hlusta. Stundum tók ég þau af mér til þess að átta mig á hvort einhver væri á ferli á ganginum. Það voru þá bakhljóðin í leikritinu sem voru svona eðlileg.
Það er mikil og góð skemmtan að hlusta á útvarpsleikrit. Þríleikur Andrésar Indriðasonar lofar góðu. Ekki er kafað of djúpt í sálarkima mannsins og lausnir flækjunnar, sem upp kemur í samskiptum þeirra hjóna, eru hreint ekki einfaldar. En höfundurinn heggur á hnútinn með sannfærandi hætti.
Að nokkru er vísað til vandamála nútímans, neysluhyggju almennings og fyrirhyggjuleysis, hégómaskapar, forræðishyggju og alvisku okkar karlmannanna.
Ástæða er til að óska flytjendum og framleiðendum verksins til hamingju.
Hægt er að hlusta á leikritið á vef Ríkisútvarpsins. Þá skal vakin athygli á að Útvarpsleikhúsið er á dagskrá alla sunnudaga kl. 14 og á fimmtudagskvöldum um kl. 22:15.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Menning og listir | 16.3.2009 | 08:28 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.