Kóngur vill sigla en byrr hlýtur að ráða

Árni Johnsen varð í öðru sæti í prófjöri Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, en ung kona, Ragnheiður Elín Árnadóttir, varð í fyrsta sæti. Árni skildi ekki kall tímans. Í stað þess að keppa við konuna hefði hann átt að stefna á annað sæti listans og stuðla þannig að framgangi ungrar og efnilegrar konu sem er yngri en hann og hlýtur að hafa að flestu leyti ferskari viðhorf.

Geir Haarde hefur hamrað linnulaust á því að skoðanafrelsi ríki í Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna var ekki óeðlilegt að þeir Árni Sigfússon og Elliði Vignisson nýttu sér frelsið og lýstu stuðningi sínum við þann frambjóðanda sem þeir treystu best í fyrsta sætið. Það eykur styrk þeirra að hvorki kunningja- né ættartengsl skipta þar máli.

Árni Johnsen er ekki fórnarlamb. Hann hefur hlotið meira traust og ríkulegri umbun en flestir þeir sem tóku þátt í prófkjörum helgarinnar. Uni hann nú glaður við sitt og haldi áfram að vinna þjóðinni gagn sem almennur þingmaður eða varaþingmaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband