Einatt hafa mér þótt margir fjölmiðlapistlarnir fram úr hófi illa gerðir. Stundum skrifa menn um eitthvað út úr hreinum vandræðum svo að úr verður hálfgerð vitleysa. Í dag skrifar Kolbrún Bergþórsdóttir fjölmilapistil um geisladisk en hvorki sjónvarp né útvarp en nefnir þó Ríkisútvarpið á nafn. Ástæðan er diskur sem hún eignaðist og er með lögum bandaríska tónskáldsins Leroy Andersons.
Kolbrún minnist m.a. á ritvélarlagið fræga og minnir að það hafi verið kynningarlag þáttar sem hefði verið í líkingu við Samfélagið í nærmynd. Svo var nú aldeilis ekki. Þetta var þátturinn "Efst á baugi" sem var á dagskrá útvarpsins á 7. áratugnum og þeir sáu m.a. um Magnús Þórðarson, Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson. Fjallað var um erlend málefni og var þátturinn mjög vinsæll.
Í pistlinum víkur Kolbrún að því að Leroy hafi talað íslensku reiprennandi. Ég man ekki betur en Jón Múli Árnason hafi í tvígang a.m.k. gengist við að hafa reynt að kenna Leroy íslensku en taldi að árangurinn hefðu orðið næstum því enginn.
Morgunblaðið ætti að vanda betur til fjölmiðlapistlanna og gera þá að eftirsóttu lesefni. Til að mynda væri æskilegt að í pistlunum yrði fjallað um frumflutning íslensks efnis í sjónvarpi og útvarpi. Hvers vegna fær blaðið ekki leiklistargagnrýnanda sinn til að dæma leikrit Útvarpsleikhússins? Þetta er sjálfsagt fjölsóttasta leikhús landsins og flytur miklu viðameira úrval leikverka en nokkurt annað leikhús á landinu.
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkur: Menning og listir | 16.3.2009 | 17:06 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.