misheppnaðir skyldupistlar Morgunblaðsins

Nokkrir fastir dálkar eru í Morgunblaðinu sem blaðamenn skrifa. Eru það einkum Víkverji og fjölmiðlapistlarnir. Þeir eru jafnmisjafnir og blaðamennirnir eru margir og stundum skemmta höfundarnir sér greinilega þegar þeir láta fingurna leika um lyklaborð tölvunnar.

Einatt hafa mér þótt margir fjölmiðlapistlarnir fram úr hófi illa gerðir. Stundum skrifa menn um eitthvað út úr hreinum vandræðum svo að úr verður hálfgerð vitleysa. Í dag skrifar Kolbrún Bergþórsdóttir fjölmilapistil um geisladisk en hvorki sjónvarp né útvarp en nefnir þó Ríkisútvarpið á nafn. Ástæðan er diskur sem hún eignaðist og er með lögum bandaríska tónskáldsins Leroy Andersons.

Kolbrún minnist m.a. á ritvélarlagið fræga og minnir að það hafi verið kynningarlag þáttar sem hefði verið í líkingu við Samfélagið í nærmynd. Svo var nú aldeilis ekki. Þetta var þátturinn "Efst á baugi" sem var á dagskrá útvarpsins á 7. áratugnum og þeir sáu m.a. um Magnús Þórðarson, Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson. Fjallað var um erlend málefni og var þátturinn mjög vinsæll.

Í pistlinum víkur Kolbrún að því að Leroy hafi talað íslensku reiprennandi. Ég man ekki betur en Jón Múli Árnason hafi í tvígang a.m.k. gengist við að hafa reynt að kenna Leroy íslensku en taldi að árangurinn hefðu orðið næstum því enginn.

Morgunblaðið ætti að vanda betur til fjölmiðlapistlanna og gera þá að eftirsóttu lesefni. Til að mynda væri æskilegt að í pistlunum yrði fjallað um frumflutning íslensks efnis í sjónvarpi og útvarpi. Hvers vegna fær blaðið ekki leiklistargagnrýnanda sinn til að dæma leikrit Útvarpsleikhússins? Þetta er sjálfsagt fjölsóttasta leikhús landsins og flytur miklu viðameira úrval leikverka en nokkurt annað leikhús á landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband