Fremur formaður Framsóknarflokksins pólitískt sjálfsmorð?

Ríkisútvarpið greindi frá því nú fyrir skemmstu að forsætisnefnd Alþingis hefði sett reglur um það hvernig þingmenn geri grein fyrir tekjum sínum og eignum, en reglur þessar taka gildi 1. maí nk.

Í gær vakti grein Agnesar Bragadóttur um framsóknarflokkinn mikla athygli en þar kom m.a. fram að formaðurinn veigri sér við að gera grein fyrir fjárreiðum sínum. Þegar eftir var leitað fór hann undan í flæmingi.

Það er næstum eins og reglurnar séu samdar til þess að hann og fleiri (sumir segja Bjarni Benediktsson, verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins) sleppi við að gefa upplýsingar um fjármál sín áður en kosið verður í vor. Ekki geri ég mér grein fyrir sgöðu Bjarna en hitt er víst að Sigmundur Davíð er á góðri leið að fremja pólitískt sjálfsmorð, geri hann ekki grein fyrir stöðu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Það verður gaman að sjá hvað hann og fleiri ,, stórir '' karlar í flokkunum gera núna. 

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 16.3.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband