Samræmi milli arðs og ágóða - vinnufriðurinn í hættu

Verkalýðshreyfingin samþykkti fyrir skömmu að fresta umsömdum launahækkunum. Ástæðan var sú að fyrirtækin voru ekki talin þola þær.

Almenningur hefur þegar tekið á sig kauplækkun eftir að verðbólgan fór aftur á skrið. Þess vegna ber það vott um algera siðblindu þegar HB Grandi hyggst nú greiða eigendum sínum arð.

Er fyrirtæki, sem greiðir eigendum arð, stætt á að lækka laun starfsfólksins? Er í raun ekki um gagnkvæma fjárfestingu að ræða, fyrirtækið frjárfestir í starfsfólki og starfsmenn veðja á fyrirtækið? Því skal spurt hvort ekki sé rétt að starfsfólkið njóti aðrsins úr því að það hefur þegar orðið fyrir kauplækkun af v-ldum verðbólgunnar?

Ætli Grandi að fara sínu fram eru forsendur fyrir sátt á íslenskum vinnumarkaði brostnar. Ekki einungis það, heldur verða lífeyrisþegar að gera kröfur um sambærileg kjör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það að sérhæfur starfsmaður skuli bara vera með 154.500 eftir 7ár sýnir hver staða launþega er í dag.Kveðja til þín.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband