Sinnuleysi Blindrafélagsins

Ég fór upp á borgarspítalann í morgun. Fátt varð til tíðinda annað en að læknirinn minn skammaði mig fyrir slóðaskap.

Í undanförnum heimsóknum mínum á þessa merku stofnun hef ég iðulega orðið einhverjum samferða niður. Nú brá svo við að ég var einn míns líðs. Áttaði ég mig þá á því að hvorki er upphleypt letur né blindraletur á hnöppum lyftunnar.

Auðvelt er að kippa þessu í lag. Einungis þarf sérstaka plastmiða til þess að líma á hnappana. Þetta væri kjörið verk fyrir einhverja á vegum Blindrafélagsins eða þá nýju þekkingarmiðstöðina.

Forráðamenn Blindrafélagsins hafa iðulega rætt um aukinn veg Blindrafélagsins á hátíðarstundum. Einungis fáir þeirra hafa verið læsir á það á undanförnum árum. Félagið er því sennilega illa fallið til að hafa forgöngu um að merkja opinberar stofnanir eða fá þær merktar. Áhuginn á blindraletri virðist einungis í orði en ekki á borði.

Þeirri hugmynd skal nú varpað hér fram að ungt fólk fái það hlutverk í sumar að merkja lyftur í opinberum stofnunum og verði einkafyrirtækjum einnig boðin þessi þjónusta. Þá er nauðsynlegt að gefa út frímerki með blindraletri og merkilegt að enginn skyldi benda Íslandspósti á þetta. Í Danmörku og víðar hafa slík frímerki verið gefin út og vakið mikla athygli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Sæll Arnþór

Á seinasta stjórnarfundi Blindrafélagsins kynnt ég hugmynd um að næsta sumar yrði unnið verkefni, þar sem félagar í Unngblind ásamt umferlisþjálfurum Þjónustu og þekkingarmiðstöðvarinnar, myndu gera útekt á ýmsum atriðum í umhverfinu sem snúa að bættu aðgengi fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga.

Kristinn Halldór Einarsson
formaður Blindrafélagsins,
samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi

Kristinn Halldór Einarsson, 19.3.2009 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband