Er sagður hafa keypt formannstitilinn

Þær eru með ólíkindum, fréttirnar sem berast úr Framsóknarflokknum.

Formaður flokksins fór mikinn á fundi um daginn og kallaði Samfylkinguna m.a. loftbóluflokk. Einhverjir, sem eru ekki of ánægðir með formanninn, hafa sagt að honum megi líkja við gasfyllta blöðru sem skotist hafi upp á himininn og geti sprungið þá og þegar.

Þeir hinir sömu hafa fullyrt að hann hafi keypt formannstitilinn. Ýmsir Framsóknarmenn hafi ekki einungis látið ginnast af meintum ferskum hugmyndum heldur því að hann ætti digra sjóði sem kæmu fjárþrota flokki vel.

Þetta hlýtur allt að koma í ljós þegar formaður Framsóknarflokksins gerir grein fyrir fjárreiðum sínum. Einu sinni var sagt um annan formann flokksins að hann ætti eitt stærsta fagbókasafn landsins - bankabækur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband