Kristján Þór í framboð til formanns - andóf gegn flokks- og fjármagnseigendum

Það kemur fáum á óvart að Kristján Þór Júlíusson fari nú fram sem formannsefni Sjálfstæðisflokksins. Háværar gagnrýnisraddir hafa að undanförnu heyrst um reynsluleysi bjarna Benediktssonar og sagt er jafnvel að hann sé fæddur með silfurskeið í munninum. Hann hafi setið skamma stund á Alþingi og sé ekki með mikla reynslu af stjórnmálum.

Þótt Kristján Þór hafi ekki vermt þingsæti sitt í mörg ár er hann margreyndur sveitarstjórnarmaður og hefur lengi verið áberandi í Sjálfstæðisflokknum. Einhverjir hafa þó heyrst kvarta undan aldri hans, en formennska hans beri ekki vott um mikla nýjungagirni hjá Sjálfstæðismönnum.

Þeir Sjálfstæðismenn, sem fjallað hafa um málið í samræðum manna á meðal halda því fram að nú skipti öllu reynsla en ekki æska og þykjast geta fullyrt að Kristján hafi að mestu eða öllu leyti verið fjarri spillingarherdeild Sjálfstæðisflokksins. Svo bætti einn aðdáandi Kristjáns því við að oft sé það gott sem gamlir kveða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég tel Kristján ekki vera gamlan. Reynsla hans og spillingarleysið vinnur með honum.

Offari, 22.3.2009 kl. 21:04

2 Smámynd: Benedikta E

Fullveldissinninn Loftur Altice Þorsteinsson verkfræðingur og vísindakennari er einn af frambjóðendum til formanns Sjálfstæðisflokksinns.

Benedikta E, 23.3.2009 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband