Laun heimsins eru vanþakklæti:)

Allir vitringar þessa heims, jafnt framliðnir sem lifandi, leggja áherslu á að menn ætlist ekki til þakklætis gjöri þeir eitthvað gott. Ég hef reynt að taka mark á þessum ábendingum enda veit ég hvort eð er ekki hvort ég hai nokkru sinni látið eitthvað gott af mér leiða.

Um daginn var steiktur hryggur sem er ekki í frásögur færandi. Talsvert gekk af, einkum fita sem ég entist ekki til að borða. Fór þess á leit við húsfreyju að fá leifarnar handa hröfnum og vænti þess að fá þá í leiðinni til að krunka dálítið fyrir mig.

Vegna veðurs og annarra ástæðna lét ég ekki til skarar skríða fyrr en í gærmorgun. Upp úr kl. 6 voru hljóðnemarnir komnir út á svalir og krásirnar út í skál. Ég hljóðritaði samfleytt í þrjá tíma. Enginn krummi.

Þegar vitjað var um kræsingarnar í gær voru þær ósnertar og var þeim hent.

Nú gargar krummi sem aldrei fyrr í grenndinni enda hvorki hljóðnemar né krásir í boði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband