Hætt við framboð

L-listi lýðræðissinna er hættur við að bjóða fram. Ástæður þessa eru raktar í fréttatilkynningu sem send verður fjölmiðlum í dag.

Þessi ákvörðun var tekin á sameiginlegum fundi framboða í dag. Líkur benda því til að fækki mjög á listum yfir þá sem bjóða munu fram við næstu kosningar.

Bjarni Harðarson mun skýra þessa ákvörðun forystumanna framboðanna í sjónvarpi mbl.is kl. 17:10 í dag.

Árangur L-listans er þó orðinn talsverður. Sjálfstæðisflokkurinn er einarður í andstöðu sinni gegn aðild að Evrópusambandinu. Hann ásamt Vinstri grænum hafa þó opnað á kosningar um umsókn að aðild.

Ákveðið hefur verið að L-listinn starfi áfram. Það hefur því verið hörfað en ekki gefist upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband