Enn um kosningakompásin, endanleg leiðsögn:)

Í kvöld gerði ég aðra atrennu að kosningakompásnum. Lagði ég nú sjálfstætt mat á spurningarnar annars vegar og vægið hins vegar. Þá varð útkoman þannig:

Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V) 71%

Borgarahreyfingin (O) 70%

Frjálslyndi flokkurinn (F) 66%

Samfylkingin (S) 66%

Lýðræðishreyfingin (P) 58%

Framsóknarflokkur (B) 56%

Sjálfstæðisflokkur (D) 40%

Greinilegt er að lýðræðishreyfingin, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn skera sig nokkuð úr. Efst standa Vinstri grænir og Borgarahreyfingin.

Sjálfsagt færi Lýðræðishreyfingin enn neðar ef ég legði minna vægi á rafrænt lýðræði.

Annars var grein Agnesar Bragadóttur um formann lýðræðishreyfingarinnar í Mogganum í dag þörf ádeila. Sjónvarpsáhorfandi nokkur orðaði það svo við mig að formaður þessi væri hugmyndaríkur og stundum allt að því ferskur. En hann ætti hvergi að koma fram. Það væri bæði honum og stuðningsmönnum skoðana hans fyrir bestu.

Eftir að hafa fylgst með framkomu hans, virðingarleysi og fyrirlitningu í garð annarra en sjálfs sín hlýt ég að taka undir þessa skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband