Björn Bjarnason lætur skammirnar dynja á Jóhönnu og ýjar jafnvel að því að þvermóðska hennar hafi gert hana að forsætisráðherra. Björn gleymir því að meginkrafa almennings í haust var sú að þeir, sem stýrðu fjármálum þjóðarinnar og sváfu á vaktinni, yrðu látnir axla pokann sinn. Hvorki hann né aðrir í samstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar höfðu döngun í sér til þess eða gátu hreyft sig, m.a. vegna þess að íhaldið vildi verja sig og sína. Upphlaup þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Alþingi á meðan á afgreiðslu seðlabankafrumvarpisns stóð, var aumlegt. Margir þeirra sögðu í einkasamtölum að vissulega þyrfti þar bfeytinga við. En leiksýningin var fyrir öllu.
Ýmislegt fleira mætti finna að þessum pistli Björns, sem er meintur frændi minn að sumra mati. En þetta er ekki hið eina.
Svo er það kvótakerfið. Jafnvel Vinnslustöðvarforstjóranum trúi ég ekki þegar hann reiknar fyrirtæki í þrot ef fyrningarleið Vinstri grænna verður farin. Það heldur því enginn fram að þau verði svipt úthlutuðum kvóta. Framsalið verður einungis tekið af þeim og kvótanum í raun skilað aftur þjóðinni. Framsal og leiga kvótans hefur verið stundað hér á landi með gersamlega óábyrgum hætti og sjálfsagt að linni.
Almenningur, jafnvel kvótakóngar, ættu að gjalda varhug við ofsa núverandi, tilvonandi og fyrrum stjórnmálamanna Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar. Leyfum þreyttum að hvíla í friði og Sjálfstæðisflokkurinn þarf svo sannarlega á því að halda. Þjóðin þarf einnig á því að halda að flokkurinn hvíli í friði til þess að hægt verði að endurreisa gildi jafnaðarmennsku og almennrar velsældar í stað auðlegðar sumra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.4.2009 | 15:55 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að Björn Bjarna sé hreinlega öfundsjúkur því Jóhanna er sá stjórnmálamaður sem þjóðin ber mest traust til. En hann má endilega halda áfram því hann er með þessu rugli sínu að fæla fólk frá því að kjósa FL-okkinn.
Ína (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.