Mér hefur orðið hugsað til þessara ummæla hans á umliðnum árum þegar ég hef heyrt ónefnda stjórnmálamenn flytja ræður á tungu sem vafasamt er að þeir skildu í stað þess að fá hana túlkaða yfir á málið sem ætlast var til að menn töluðu.
Leiða má líkur að því að sumt hefði jafnvel farið á annan og betri veg ef ónefndur Íslendingur, sem vasast hefur í stjórnmálum um langan aldur, hefði notað túlk þegar hann ræddi við ónefndan, erlendan starfsmann fjármálavefs, en því samtali var útvarpað á netinu.
Í Morgunblaðinu er greint frá því að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sem gegnir því embætti vonandi áfram eftir kosningar, hefði neitað erlendum blaðamönnum um viðtal vegna anna og hygðist ræða við þá eftir kosningar. Var látið að því liggja að ástæður hennar væru ekki annir heldur vankunnátta í erlendum tungumálum.
Jóhanna er einhver ófeimnasta manneskja sem ég þekki. Hún kann sjálfsagt ekki mikil skil á arabísku en allgóða ensku talar hún. Hins vegar er það henni engin minnkun að nýta sér þjónustu túlka í viðræðum á erlendum vettvangi eða við erlenda blaðamenn.
Íslensk stjórnvöld ættu að nýta oftar þekkingu vel þjálfaðra túlka. Þannig fjölgaði störfum og árangurinn af viðræðum íslenskra stjórnmálamanna, sem er tregt tungu að hræra á erlendum málum, yrði betri.
Pétur Eggerz, sendiherra, sagði mér eitt sinn sögu af Eggert G. Þorsteinssyni, þegar hann var sjáarútvegsráðherra. Bandaríski sendiherrann bauð til sín nokkrum forystumönnum úr íslensku atvinnu- og stjórnmálalífi og þar á meðal var Eggert G. Þorsteinsson. Fór Pétur með honum. Vitað var að Eggert talaði litla sem enga ensku og hugðist Pétur vera honum til halds og trausts.
Loks kom að því að sendiherrann beindi máli sínu til Eggerts og spurði hvernig horfði í þorskveiðum Íslendinga. Tost for the cod, svaraði Eggert og þar með var málið útrætt.
Ég kynntist Eggerti með óvæntum hætti eina vorbjarta nótt í maí árið 1971 og þau kynnu urðu góð á meðan við lifðum báðir. Hann var einstakur heiðursmaður sem vildi hvers manns vanda leysa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.4.2009 | 16:00 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hefur ekkert með tungumálakunnáttu Jóhönnu að gera.
Heldur ótta samfylkingarformannsins við gests augað. Því glöggt er gests augað og hætt við að gestir myndu sjá og segja frá hversu ómerkileg og stefnulaus sóðasuða Samfylkingin er. Þá er einnig hætt við því að augu sumra heimamanna myndu einnig opnast.
Emil Örn Kristjánsson, 22.4.2009 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.