Sjötíu og fimm ára gamall einsöngvari vekur lukku

Í kvöld fórum við hjónin á tónleika hjá Valskórnum sem Bára Grímsdóttir stjórnar. Undirleikari var Jónas Þórir og einsöngvari í nokkrum lögum Ragnar Bjarnason.

Ég hafði gaman af að hlusta á útsetningu báru á laginu Fréttaauka sem Ási í Bæ samdi ljóðið við árið 1967. Ég hef reyndar heyrt þessa útsetningu einu sinni áður úti í Vestmannaeyjum.

Mesta lukku vakti Ragnar Bjarnason og verður að segja sem er að einstakt verður að telja að 75 ára gamall söngvari skuli halda áheyrendum jafnföngnum og honum tókst.

Tónleikarnir voru haldnir í Háteigskirkju. Þótt hún sé að mörgu leyti gott tónleikahús hentar hún illa fyrir kór eins og Valskórinn. Hljómminni salur hefði sennilega verið betri eins og t.d. Salurinn í Kópavogi. Ef til vill er hann of dýr.

Aðsókn að tónleikunum var góð og kór, stjórnanda og einsöngvara vel fagnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband