Nýr stjórnmálaflokkur í burðarliðnum

Spurst hefur að aðstandendur L-listans, lista fullveldissinna, séu að undirbúa stofnun stjórnmálaflokks. Gert er ráð fyrir að flokkurinn verði stofnaður á hausti komanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Góðir hlutir gerast hægt. Við vitum það fyrir víst að engin stjórn varir að eilífu og gott að undirbúa framboð í tíma, sérstaklega framboð sem ekki vill nota pening til að koma sér að í stjórnmálum. þeir voru með mjög mannúðlega stefnu síðast en vakti ekki athygli sem skyldi. Ég hefði viljað sjá þá á þingi núna en því miður er fólk allt of niðurnjörfað í þessu flokkakerfi. það eru flokkakerfi og svo er flokkakerfi innan flokkanna. Ekki von að vel gangi. Á meðan mótmælin stóðu yfir sátu L-listafólk og skipulögðu hvernig þeir gætu komið fólkinu til hjálpar á raunverulegann hátt án þess að valda skaða með múgæsingi sem fylgir mótmælum. Friðsamleg mótmæli með hugmyndum að lausnum er eina leiðin sem eitthvað jákvætt kemur út af. Skrílslæti skapa bara óróa og skemmdir. Ég myndi ef ég færi í svona göngu berjast fyrir lítilmagnanum í bókstaflegri merkingu. Mæli með söfnunarbauk fyrir súpueldhús sem myndi næra matarlausa. þannig virkilega nýtast pottarnir og pönnurnar þeirra. þau virðast hafa heilsu í fótunum til að labba og standa og vilja gera gagn. Nú eru þau búin að fá það sem þau vildu úr síðustu mótmælagöngu en samt er talað um að halda áfram. Minni á að við erum í EES og erum nú þegar skyldug til að taka tillit til þess. Mótmælendur vita það kanski ekki en þetta er víst ekki bara einfalt. En með svona látum mun enginn  nenna að upplýsa almenning því fyrst verður hann vitlaus og svo spyr hvers vega við fáum ekki að vita neitt. Minni á að þau eru líka bara manneskjur sem skipa þessi sæti. það er enginn með neinn frambjóðanda sem er gallalaus. Betra er á að horfa en í að vera. Gleymum því ekki kæra fólk. Gætir þú gert betur í stöðunni lesandi góður?

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.5.2009 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband