Í fyrra var mér falið að skrifa fyrir Morgunblaðið um yfirvofandi kreppu, en þá höfðu okkur borist spurnir um ýmislegt sem benti til þess að vá væri fyrir dyrum. Bankarnir voru taldir of skuldsettir, veðlánasöfn þeirra hæpin, viðskiptavild íslenskra fyrirtækja ofmetin, fjármögnun ótraust (byggðist m.a. á sölu og kaupum á hlutabréfm í sjálfum sér) og tregða erlendra banka fór vaxandi við að halda íslenska fjármálakerfinu á floti. Þar við bættist að erlendir bankar höfðu áhyggjur af ofskuldsetningu íslenskra fyrirtækja, flóknum eignatengslum og afleiðingum þeirra.
Ég fór á stúfana og leitaði upplýsinga hjá fjölmörgum. Ýmsir málsmetandi menn voru með allstórkarlalegar yfirlýsingar um það sem framundan væri. En þegar átti að birta ósköpin drógu þeir yfirleitt í land og vildu fara varlegar í hlutina. Það var því ekki við Morgunblaðið að sakast að sannleikanum væri ekki slengt beint framan í þjóðina heldur viðmælendurna sem kusu að tala í véfréttastíl.
Ég hugðist fá yfirlit yfir kreppuna sem skall á hér á landi árið 1930. Þá var Jónas Haralz talinn manna fróðastur um hana. Áttum við langt og gott samtal. Fóru viðræður okkar víða og kom þá m.a. fram að hann teldi seðlabankann vanbúinn að fást við hugsanlegt gjaldþrot bankanna. Hann spáði hins vegar ekki gjaldþroti þótt skilja mætti að hann óttaðist það.
Þekking Jónasar á íslenskum fjármálum ef með yfirburðum. Hann hefur verið á vettvangi sem hagfræðingur á 7. áratug, en Jónas er fæddur árið 1919 og kom til starfa fyrir íslensk stjórnvöld árið 1945 eða 1946.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.5.2009 | 10:10 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi ágæti gamli maður hefur enn ofurtrú á alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það eitt nægir til að gera hann óhæfan til að stjórna þessari matsnefnd.
Sigurður Sveinsson, 6.5.2009 kl. 12:46
Að sjálfsögðu eigum við, sem samfélag, að nýta okkur visku fróðra og reynslumikilla manna, þegar þeir eru svo gæfusamir að halda heilsu og góðri snerpu hugans. Jónas Haralz er viskubrunnur og hefur enn mikið til málanna að leggja. Það er enginn áfellisdómur yfir æskunni, enda þurfum við á öllum mannauði að halda á þessum tímum, hvort sem hugsuðurnir eru gamlir eða ungir.
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 14:08
Undarlegt þykir mér að ekki skuli hlustað á visku í þessu volaða landi. Allstaðar annarstaðar í heiminum þykir það nauðsynlegt. Viska er þekking og reynsla. þetta eru þær bestu fréttir sem ég hef heyrt lengi. Viska er ekki kennd í neinum skólum, heldur er það lífið sjálft sem kennir hana. þarna eigum við að nýta okkur þekkingu þeirra sem eru svo fróðir að hafa hana. Háskólar gera ekki út á visku. þeir gera út á þekkingu en þá vantar reynslu! Viska er þekking og reynsla og þeir geta ekki kennt reynslu því lífsins skóli kennir hana. Daginn sem fólk allmennt skilur það fer okkur sem þjóð að ganga vel. Við erum öll í þessum pakka og megum
ekki láta visku vanta í pakkann. þá erum við öll dæmd til að tapa. Okkur var öllum gefin möguleiki á að nota heilbrigða skynsemi í þessu lífi! Reynum að nota hana.
Viska er ekki það sama og stjórnmálaskoðanir. þegar ekki verður lengur til matur í landinu handa þeim sem minnst mega sín þá leitum við til þeirra sem hafa viskuna. Af hverju ekki að gera það áður en allt er á þrotum? Við erum ekki í leikskóla, við erum í skóla lífsins og í honum þarf fólk að vera komið yfir leikskólstigið sem er í því fólgið að finna sökudólga í öllu sem misferst og sem þarf fullorðna til að skakka leikinn. þá er það framhaldsskólastigið í lífinu sem við þurfum að taka. Ég er sjálf mjög þakklát fyrir allt sem lífsins skóli hefur kennt mér en öfunda ekki þá sem þurfa að stjórna í dag án þeirrar menntunar sem hann gefur okkur með breiðri sýn á lífið og stöðuna. Gangi ykkur öllum sem best.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2009 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.