Ýmsir hafa vakið máls á nauðsyn þess að afnema núverandi kvótakerfi. Löggilding þess var umdeild á sínum tíma og heimild til veðsetningar kvótaheimilda þótti mörgum orka mjög tvímælis. Fyrir tveimur árum var bent á það í viðtali í Morgunblaðinu að sala og leyfi til veðsetningar kvótans hefðu flutt ómælt fjármagn inn í þjóðfélagið. Líkur benda til að þessu fjármagni hafi einatt verið ráðstafað til annars en að byggja upp sjávarútveginn og hluta af skuldsetningu hans megi rekja til þessara ráðstafana.
Sigurgeir Brynjar hélt því fram í fréttum Ríkisútvarpsins í morgun að sjávarútvegurinn yrði gjaldþrota á 7 árum næðu fyrningarhugmyndir stjórnarflokkanna fram að ganga. Nú má telja fullvíst að þessar hugmyndir séu ekki fullmótaðar og að hægt sé að innkalla kvótann með þeim hætti að fyrirtækjunum sé ekki stefnt í bráðan voða. Jafnglöggur maður og Guðmundur Einarsson, þáverandi forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, benti á það þegar í upphafi 10. áratugarins að í óefni stefndi vegna þeirra breytinga sem gerðar höfðu verið á lögum um fiskveiðistjórnun og lagði til að aflaheimildir yrðu innkallaðar á 20 árum ef ég man rétt.
Nú telst fiskveiðiauðlindin sameign íslensku þjóðarinnar. Það verður því að teljast í meira lagi hæpið að einstaklingar geti veðsett kvóta sinn og jafnvel notað lánsféð til að kaupa enn meiri kvóta eða fjárfesta í alls óskyldum atvinnurekstri eða jafnvel einkaneyslu. Þá verður að teljast óeðlilegt að heilu fjölskyldurnar framfleyti sér með því að leigja kvóta og ástunda þannig leiguliða- eða þrælaánauð eins og tíðkaðist í lénsríkjum fyrri alda.
Menn verða að muna hvernig að úthlutun kvótans var staðið í upphafi. Þótt langt sé til seilst hefðu menn einnig átt að muna hvernig fór fyrir goðorðum þjóðveldisins í lok Sturlungaaldar.
Sigurgeir Brynjar Kristleifsson verður að axla ábyrgð og taka þátt í umræðunni með nær órökstuddum upphrópunum um gjaldþrot og slæma umgengni við auðlindina. Nær væri að hann beitti hugviti sínu til þess að auðlindinni verði skilað aftur til þjóðarinnar með sanngjörnumhætti. Ótal leiðir er hægt að fara og verður fjallað um slíkar hugmyndir síðar á þessum vettvangi. Þangað til er rétt að bíða viðbragða frá þeim sem standa í eldlínunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.5.2009 | 11:04 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.