Um þetta leyti ber óvenju mikið á endurteknu efni í ríkisútvarpinu. Í útvarpsperlum á fimmtudagskvöldum er gamalt efni á boðstólnum, sumt hvert hreinasta menningardýrmæti. Þá eru á laugardagsmorgnum fluttir þættir Jökuls Jakobssonar frá árinu 1971, "Gatan mín". Þessir þættir vöktu verðskuldaða athygli á sínum tíma og gildi þeirra hefur lítið minnkað síðan.
Á sunnudagsmorgnum er síðan Jónas Jónasson með þátt sinn "Sumarraddir". Þar moðar hann úr viðtölum sem hann hefur átt á sinni löngu ævi sem útvarpsmaður, en hann hefur unnið við Ríkisútvarpið í tæpa 6 áratugi. Það fer ekki hjá því að maður með jafnlangan starfsaldur eigi í fórum sínum marga perluna og svo reynist þegar hlýtt er á sumarraddir Jónasar. Þessir þættir báðir eru svo endurteknir á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum.
Safn Ríkisútvarpsins er einhver merkasta heimild um íslenskt þjóðlíf frá því að ríkisútvarpið tók til starfa í desember 1930. Það er því vel að stofnunin skuli miðla efni þess til hlustenda. Hins vegar ber minna á frjórri sköpun í dagskrárgerð en á árum áður.
Þó ber að nefna eina undantekningu sem vel hefur tekist, Leynifélagið sem er á Rás 1 flest kvöld vikunnar kl. 8 og ætlað er börnum. Það kann að torvelda hlustun barna að stundum er þátturinn látinn fara á flakk og hentar það illa því að flest börn vilja geta gengið að sínum föstu liðum á tilteknum stað og stund. En þátturinn er jafnskemmtilegur fyrir það og stjórnendurnir afar hugmyndaríkir.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjölmiðlar | 13.5.2009 | 09:17 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319699
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.