Áhugi á eigin þróun

Ég hlýddi á afar athyglisverðan þátt í BBC í gærkvöld. Kona nokkur, læknir að mennt, lýsti því þegar hún fékk heilablóðfall. Hún vissi að hverju fór og varð mjög forvitin. Henni tókst að hringja til samstarfsmanns síns og gera honum skiljanlegt að eitthvað væri að.

Í þættinum lýsti hún, móðir hennar og fleiri hvernig að endurhæfingunni var staðið. Allan tímann sagðist hún hafa skynjað að sér gæfist einstakt tækifæri til þess að læra af þessu óhappi ef óhapp mætti kalla, því að hún tók heilablóðfallinu sem jákvæðri áskorun.

Sem betur fer er ýmsum gefið að geta tekist á við örlög sín af æðruleysi og jafnvel snúið þeim sér og öðrum í hag. Þannig mátti skilja að þessi bandaríska kona teldi sér nú betur fært að skilja þá sem víkja frá viðteknum hefðum vegna sjúkdóma eða fötlunar og hún var sannfærð um að hún gæti nýtt reynslu sína öðrum til góðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband