Tískufyrirbæri byrgja fólki sýn

Um síðustu helgi kom Dalai Lama hingað til lands. Bauð biskup til samtrúarlegrar samkomu í Hallgrímskirkju og var það vel. Biskup er annar æðsti maður landsins og telst því Dalai Lama fullur sómi sýndur.

Þessum tíbetska munki var greinilega efst í huga að haga orðum sínum þannig að Íslendingar hlytu sem minnst vandræði af. Þótt boðskapur hans sé ljúfur áheyrnar er hann samt fulltrúi gamals þjóðskipulags sem fól í sér ótrúlega grimmd. Þetta veit hann vel og hefur reyndar fullyrt að ekki yrði snúið til fyrri hátta í Tíbet. Hann fær þar væntanlega engu um ráðið enda hefur hann engin pólitísk völd.

Aðdáendur munksins fylltust þvílíku oflæti að þeir létu einskis ófreistað til að spilla málstað sínum og annarra. Þannig glaptist féttastofa Ríkisútvarpsins til að fullyrða að sendiherra Kína á Íslandi yrði kallaður heim vegna heimsóknar munksins. Ættu menn þar á bæ að birta þær heimildir sem leiddu til þess óþarfa og leiða fréttaflutnings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband