Að mála skrattann á vegginn

Forystugreinar Morgunblaðsins í dag og síðasta laugardag eru merkilegar fyrir ýmissa hluta sakir. Leiðarahöfundar gera því skóna að nú blasi við hin nöturlega staða vegna Icesave-reikninganna og telja í óumflýjanlegt að ganga að samningnum og vinna sig út úr þeim vanda sem því er samfara.

Í fyrrasumar skoðaði ég tryggingasjóð innstæðueigenda og þegar ég reiknaði út hversu marga hann gæti tryggt, þótt einungis væri um lágmarkstryggingu að ræða, rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds.

Upphrópanir stjórnarandstöðunnar í þessu máli eru henni til lítils sóma. Svo virðist sem einhver afsláttur hafi fengist á áður undirrituðu minnisblaði um vaxtakjörin, þótt þau séu svívirðilega há á alþjóðlegan mælikvarða. væntanlega eru þau með þessum ókjörum vegna þess að engin samkeppni er á alþjóðlegum lánamarkaði og því einskis annað að leita.

Nú er að vona að eignir standi undir sem mestum hluta skuldanna. Þá ber einnig hiklaust að handtaka þá sem stofnuðu til þessarar svikamyllu og dæma þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband