Ásgerður Haldórsdóttir nýr bæjarstjóri Seltirninga

Spurnir bárust af því í dag að Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltirninga, hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.

Heimildir úr innsta hring sjálfstæðra Seltirninga herma að þar með hafi verið fundin snilldarlausn á miklum vanda sem ´sjálfstæðismenn á nesinu hafa átt við að stríða að undanförnu. Ýmsar embættisfærslur bæjarstjórans hafa valdið miklum urg á meðal bæjarbúa og hefur verið nokkur samblástur innan Sjálfstæðisfélags Seltjarnarness gegn bæjarstjóranum. Er sagt að hann hafi séð þann kost vænstan að leita eftir stuðningi valinna einstaklinga í innsta kjarna flokksins þar sem hann hafi séð sæng sína útbeidda; hann næði ekki fyrsta sæti í væntanlegu prófkjöri Sjálfstæðisfélags Seltjarnarness. Voru nefndir ákveðnir einstaklingar sem gengust í því að Jónmundur yrði næsti framkvæmdastjóri flokksins.

Talið er einboðið að Ásgerður Halldórsdóttir, annar maður á lista flokksins í síðustu kosningum og núverandi forseti bæjarstjórnar, verði næsti bæjarstjóri.

Ýmsir hafa tjáð sig um þetta mál. Einn fyrrverandi sjálfstæðismaður sagði að hefði hann efast um réttmæti þeirrar ákvörðunar sinnar að ganga úr flokknum væri hann nú viss í sinni sök.

Jónmundi eru þökkuð samskiptin á sviði bæjarmála og óskað velfarnaðar í nýju starfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband