Jafnrétti allra

Forsætisráðherra flutti ávarp sitt af æðruleysi og yfirvegun. Jóhanna var ómyrk í máli um það sem gerðist síðastliðið haust.

Jóhanna brýndi þjóðina í jafnréttismálum karla og kvenna og tók það tvisvar sinnum fram að Íslendingar fengju notið jafnréttis án tillits til kynjanna. Ég bar þá von í brjósti, þegar þar var komið ræðunni, að hún minntist á fordóma gagnvart flestum hópum samfélagsins sem uppfylla ekki gildandi viðmið hverju sinni. Komið hefur í ljós í könnunum að undanförnu að í garð slíkra hópa ríkja meiri fordómar hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum. Ég ímyndaði mér að fyrrum ráðherra félagsmála hlyti að hafa þetta í huga í ávarpi sínu til þjóðarinnar á 17. júní.

Ríkisvaldið hefur gengið á undan með slæmum fordæmum og hagað auglýsingum starfa þannig að útilokað sé að fatlað fólk geti sótt um sum störfin, samanber Þekkingar- og þjónustumiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Það vantar einhvern veginn allan metnað og mikinn skilning á því hvernig mannauður fatlaðs fólks verði nýttur. Sjálfsagt verður ekki ráðin bót á þessu fyrr en hægt verður að sækja rétt fatlaðra með lögum og það gerist ekki fyrr en sáttmáli SÞ um málefni fatlaðra verður staðfestur.


mbl.is Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband