Leikritið fjallar um framkomunámskeið sem vond stjúpa heldur fyrir ýmsar persónur úr heimsbókmenntunum eins og Mjallhvíti, Þyrnirós og fleiri hefðarkonur. Í tvígang var ýjað að því að einhver væri vart hæfur á námskeiðið vegna þess að hann eða hún væri þroskaheftur. "Er hún þroskaheft eða hvað?" minnir mig að spurt hafi verið.
Það er afleitt þegar stjórnendur leiksýninga sem ætlaðar eru almenningi bregðast ekki við og vindi ofan af fordómum í garð vissra hópa samfélagsins. Þroskaheftar konur geta engu síður talist til hefðarkvenna en aðrar konur sem telja sig ekki vera með skertan þroska. Hver ákveður mörkin?
Ég heyrði á tal áheyrenda í kringum mig sem hrósuðu Erlu Rut Harðardóttur fyrir leiksýninguna og rómuðu þau leikrit sem hún hefur sett á svið. Var m.a. talað um vel heppnaða sýningu um fíkniefnavandann. Þarna hefur þó Erlu Rut orðið alvarlega á í messunni.
Þegar rætt er um nýtt Ísland sem rísa á eftir bankahrunið er viðkvæðið jafnan að verja þurfi velferðarkerfið. Ég er stórlega farinn að efast um að það verði hægt - ekki vegna fjárskorts heldur vegna viðhorfa mikils hluta þjóðarinnar. Mér var tjáð um dagin að vissar opinberar stofnanir og félag nokkurt, sem telur sig vinna að velferðarmálum fatlaðs fólks, hafi margsinnis auglýst eftir fólki til þess að fara til náms í vissum greinum sem þarf að kenna hér á landi. Hæft fólk hefur vart fengist og því skortir enn fagfólk og verður svo þar til viðhorfin breytast. Fé skortir hins vegar ekki.
Fyrir nokkrum árum flúðu foreldrar blinds barns land vegna þess aðstöðuleysis sem ríkti hér á landi. Skyldi fara svo að skeytingarleysi og skortur fagfólks á málefnum fatlaðra verði til þess að því fylgi aðstöðuleysi sem hreki foreldra með fötluð börn úr landi? Hvenær skyldi fatlað fólk taka að flýja héðan til þess að losna við fordómana?
Þrátt fyrir allt tel ég að orðið hafi miklar framfarir í málefnum fatlaðs fólks hér á landi undanfarna áratugi. Enn er þó grunnt á fordómum og það er eins og einhver afturför hafi orðið í viðhorfum fólks. Jafnvel atvinnuleysið virðist ekki duga til að breyta því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.6.2009 | 18:09 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.