Í kvöld brugðum við Elín undir okkur Orminum bláa og hjóluðum austur að gömlu þvottalaugunum að hlýða messu hjá Kvennakirkjunni. Prédíkaði séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir og var bæði skemmtileg og greind að vanda. Sagðist hún hafa komist að því að Íslendinga mesti vandi væri sá að þeir væru höfðingasleikjur.
Í ræðunni fjallaði hún einnig um flóttann frá Egyptalandi hér um árið þegar Móses leiddi Ísraelslýð um eyðimerkur Sínaí-skaga eða þar til þeir gátu hremmt Ísrael úr höndum þeirra sem ráðu því. Hún taldi að vísu að guð hefði gefið þeim landið en mér finnst ævinlega sem Gyðingar hafi stolið því.
Hún Auður rakti síðan skemmtilega hvernig skiptingin væri milli gamla testamentisins og hins nýja: Guð talaði fyrst við höfðingjana sem hefðu verið boðberar hans lýðnum. Síðar hefði guð gengið um á meðal manna sem Jesús og talað við almenning.
Enn hafði Auður Guð í kvenkyni. Þó fór hún með föðurvorið en ekki móðurvorið og var vissulega nokkur ósamkvæmni í því. Hún gleymdi samt ekki að ávarpa okkur hina fáu karlmenn sem hlýddum messunni.
Ég hef einu sinni áður hlýtt messu hjá Kvennakirkjunni. Niðurstað mín er sú að messur þeirra kvennanna vinni gegn ýmsum fordómum. Auður er hrífandi ræðumaður enda fékk hún gott hljóð.
Unnur vinkona okkar kom til móts við okkur í messuna og þar hittum við einnig Fanneyju Proppé sem bauð okkur þremur í kaffi og konfekt. Voru því andi og líkami vel nærðir eftir þennan dag.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Trúmál | 19.6.2009 | 23:48 (breytt 20.6.2009 kl. 22:18) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kvennakirkja. Kvenkenning karlkyns fyrirbæra. Djöfuls fíflarí. En OK, segum að Guð sé kona. Fellst á að það geti svosem verið rökrétt því að djöfullinn er auðvitað kona.
Fimmta valdið (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 19:58