Skiptimyntarsiðblinda þingmanna Borgarahreyfingarinnar

Sumir töldu að Borgarahreyfingin boðaði nýtt upphaf í íslenskum stjórnmálum. Nú hefur komið á daginn að svo er ekki.

Þegar þetta er ritað er augljóst að þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar ætla að selja sannfæringu sína í EES-málinu fyrir skiptimynt, en ríkisstjórnin lætur sem hún taki ekki eftir því.

Þeir, sem eru andvígir aðild Íslands að EES og vilja láta á það reyna að þjóðin ákveði hvort gengið verður til viðræðna, kunna að anda léttar ef tillaga sjálfstæðismanna verður samþykkt. En þá verður lík í lestinni, Borgarahreyfingin að undanskildum Þráni Bertelssyni sem einn virðist ætla að láta samviskuna ráða.

Eftir atburði síðustu daga hlýtur Borgarahreyfingin að verða rúin öllu trausti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar svo er komið að Þráinn Bertelson er bjartasta von Borgarana, þá er margt breytt.  Árni Hó

Árni Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband