Enn af tölvumálum

Ég hef notað Microsoft Outlook 2003 um nokkurt skeið. Nokkuð hefur borið á því að póstur frá mér hafi verið meðhöndlaður sem ruslpóstur. Ég kann enga skýringu á þessu. Ef ég nota Outlook Express virðist flest eða allt komast til skila. Ef til vill verð ég að skipta um póstforrit.

 

Í vor sýktist einnig fartölvan sem ég nota einkum til hljóðvinnslu. Tókst að hreinsa hana en það tekur hana 3-4 mínútur að ræsa skjálesarann Supernova. Raunhæfur tími ætti að vera um 10-15 sekúndur.

Þessi vél er HP Compaq frá 2005. Mér hefur verið bent á að "strauja" harða diskinn eða að skipta um disk. Það er varla að ég þori í slíkar aðgerðir án utan að komandi afskipta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband