Í Gamla sáttmála eru uppsagnarákvæði og endurskoðunar, og héldu Íslendingar þeim á loft þegar þurfa þótti (sjá hér síðar).
Þór Sari sagðist á Alþingi bera ábyrgð á því að þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar sviku samning um stuðning við tillögu ríkisstjórnarinnar um umsókn að Erópusambandinu. Má því gera ráð fyrir að hann hafi orðið einna fyrstur þingmanna til að beita Birgittu Jónsdóttur einelti, en hún hefur lýst því að einelti tíðkist innan Alþingis. En í stuttu máli er kjarni málsins þessi:
Með inngöngu í Evrópusambandið afsala Íslendingar sér ´valdi í eigin málum til yfirþjóðlegs valds. Áður seldum við slíkt vald í hendur Noregskonungs vegna þess að ekkert framkvæmdavald var til í landinu.
Evrópusambandið leggur ofuráherslu á að koma ár sinni svo fyrir borð að áhrif þess verði sem mest á norðurslóðum. Með aðild að Evrópusambandinu drægju Íslendingar úr áhrifum sínum á þróun mála á þessu svæði.
Íslendingar yrðu sviptir rétti til að gera gagnkvæma viðskiptasamninga sem væru þjóðinni í hag.
Fleira mætti upp telja. Ég er því ekki viss um að Icesave-samningurinn sé sá versti sem Íslendingar hafa gert frá dögum Hákonar konungs háleggs heldur gæti sá samningur, sem Þór Sari var kjörinn á þing til að samþykkja, orðið hinn versti. Það er eðli samþjóðlegs valds að færa sig sífellt upp á skaftið. Hætt er við að Íslenindar fái vart rönd við reist þegar Evrópusambandið leggst á smáríki þess af öllum sínum þunga til þess að knýja þau til hlýðni. Gamli sáttmáli er dæmið sem sýnir hvernig farið getur þótt aðstæður séu vissulega ólíkar.
Ég leyfi mér að birta hér að neðan Gamla sáttmála og skjöl honum tengd lesendum þessarar bloggsíðu til glöggvunar. Ég hef ekki fært stafsetningu til nútímahorfs enda krefst þessi ritháttur þess að menn velti efni skjalanna fyrir sér og þýðingu þess.
Gamli sáttmáli af hendi Íslendinga við Hákon konung gamla Hákonarson og Magnús konung son hans um skattgjald og þjóðríkisréttindi Íslands, samþykktur á Alþingi 1263 (og 1264, og endurnýjaður síðan).
[Fornbréfasafn I, Nr. 153 og 156; VI, Nr. 3; IX, Nr. 2. - Ríkisréttindi Íslands, Rvík 1908, bls. 7-8].
Gamli sáttmáli á millum Noregs konungs og Íslendinga.
Í nafni föður ok sonar ok heilags anda.
Var þetta játað ok samþykt af öllum almúga á Íslandi á Alþingi með lófataki:
At vér bjóðum (virðuligum herra) Hákoni konungi hinum kórónaða vára þjónustu undir þá grein laganna, er samþykt er milli konungdómsins ok þegnanna, þeirra er landit byggja.
Er sú hin fyrsta grein, at vér viljum gjalda konungi skatt, ok þingfararkaup slíkt sem lögbók váttar, ok alla þegnskyldu, svá framt sem haldin er við oss þau heit, sem í móti skattinum var játað.
Utanstefningar viljum vér aungvar hafa, utan þeir menn, sem dæmdir verða af várum mönnum á Alþingi í burt af landinu.
Item at íslenzkir sé lögmenn og sýslumenn á landi váru af þeirra ættum, sem at fornu hafa goðorðin upp gefit.
Item at sex hafskip gangi á hverju ári til landsins forfallalaust.
Erfðir skulu ok upp gefast fyrir íslenzkum mönnum í Noregi, hversu lengi sem staðið hafa, þegar réttir arfar koma til eðr þeirra umboðsmenn.
Landaurar skulu upp gefast.
Slíkan rétt skulu hafa íslenzkir menn í Noregi sem þeir hafa beztan haft.
Item at konungr láti oss ná íslenzkum lögum ok friði eptir því sem lögbók váttar ok hann hefir boðið í sínum bréfum, (sem guð gefr honum framast afl til).
Jarl viljum vér hafa yfir oss meðan hann heldr trúnað við yðr, en frið við oss.
Halda skulum vér ok vorir arfar allan trúnað við yðr meðan þér ok yðrir arfar halda við oss þessa sættargerð, en lausir, ef rofin verðr af yðvarri hálfu at beztu manna yfirsýn.
Anno M. ijc lxiij.
Hér eptir er eiðr Íslendinga.
Til þess legg ek hönd á helga bók ok því skýt ek til guðs at ek sver herra Hákoni konungi ok Magnúsi konungi land ok þegna ok æfinlegan skatt með slíkri skipan ok máldaga sem nú erum vér á sáttir orðnir ok sáttmálsbréf várt váttar.
Guð sé mér hollr, ef ek satt segi, gramr ef ek lýg.
Samþykkt nefndarmanna á Alþingi 1302.
[Fornbréfasafn VIII, Nr. 2 - Ríkisréttindi Íslands, Rvík 1908 bls. 13].
Þetta er samþykkt nefndarmanna, at þeir vilja sverja Hákoni konungi land ok þegna eptir þeim eiðstaf, sem stendr í bók várri ok sjálfs hans bréf þykkir oss vátta, ok hér með viljum vér játta bók þá, er virðuligr herra Magnús konungr sendi oss með Jóni lögmanni, í vald virðuligs herra Hákonar konungs til þvílíkra umbóta sem sjálfr hann vill fyrir sjá með beztu manna ráði ok samþykt, þeirra sem á eru landi váru.
Samþykt Íslendinga um endurnýjan Gamla sáttmála við Hákon konung hálegg Magnússon og afsögn allra nýrra álagna og þyngsla, 1302 eða 1306.
[Fornbréfasafn II, Nr. 177. - Ríkisréttindi Íslands, Rvík 1908, bls. 12-13].
Almúgans samþykt.
I nafni föður ok sonar ok heilags anda.
Var þetta jáð ok samþykt af almúganum á Alþingi, utan handgeingnum mönnum, með fullu þingtaki.
At vorum virðuligum herra Hákoni Noregs konungi hinum kórónaða bjóðum vær fullkominn góðvilja vorrar þjónustu, at hafa ok halda þá lögbók, sem hinn signaði Magnús konungr sendi út sem vær sórum næst.
Alla viljum vær ok eiða vora halda við konungdóminn undir þá grein lögmálsins, sem samþykt var millum konungdómsins ok þegnanna, þeirra sem landit byggja.
Er sú hin fyrsta, at vær viljum gjalda skatt ok þingfararkaup, xx álnar, sem lögbók váttar, ok alla þá þegnskyldu, er lögin votta með stöddum endimörkum oss á hendr.
Hér á mót, sakir fátæktar landsins ok nauðsynja þess fólks, er landit byggja, at ná þeim heitum, er oss voru móti jáð skattinum í fyrstu af konungsins hálfu, því at fullkomliga þykjumst vær sjá at litla hríð stendr vort land við fyrir fátæktar sakir, ef svo mikit góz dregst af, en lítit eða ekki kemr í staðinn.
En þat eru þau heit at íslenzkir sé sýslumenn ok lögmenn á landi voru, ok þvílíkan skipagang hafa, sem heitið var á hverju ári út hingað forfallalaust, ok þeim gæðum hlaðin, sem nytsamlig sé landinu ok oss.
Viljum vær eingar utanstefningar hafa framar en lögbók vottar, því at þar höfum vær margfaldan skaða af feingit, ok við þat þykjumst vær eigi búa mega.
En allr sá boðskapr, er oss býðr meiri afdrátt eðr þyngsl en áðr er svarit ok samþykt, þá sjáum vær með aungu móti, at undir megi standa sakir fátæktar landsins.
En hálfu síðr þorum vær fyrir vorum herra Jesu Christo at já nú meira undan þeim guðs olmosum, sem áðr með guðs miskunn höfum vær veittar oss til sáluhjálpar.
Biðjum vær einkanliga virðuligan herra Hákon konung enn kórónaða ok alla aðra dugandismenn, at þeir þraungvi oss eigi framar en lög votta til meiri álaga.
Þat gefi vor herra Jesus Christus at þetta vort ráð verði sjálfum guði til tignar ok virðingar, öllum helgum til lofs ok dýrðar ok konunginum í Noregi ok öllu hans réttu ráðuneyti til vegs ok virðingar, en oss til friðar ok frelsis. Amen.
Vefslóð þessarar síðu: http://www.simnet.is/gsteinn/gamli.htm
Heimild: Nefndarálit sambandslaganefndarinnar, Reykjavík 1909.
Samantekt:
Guðsteinn Bjarnason
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.7.2009 | 09:45 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll,
Með aldrinum hefur umburðalyndi mínu hrakað og menntahroki aukist að sama skapi. Þegar ég las vangaveltur þínar um Gamlasáttmála Thorsaari fyrir skömmu brá ég mér eina ferðina enn á æviágrip hans á alþingi.is. Mér sýnist skorta almenna íslenska menntun. Í menntaferli kemur fram að hann lauk miðskólaprófi 1976. Ætli það sé ekki svipað og gagnfræðapróf þegar við vorum og hétum? Síðan er ekki að sjá neina menntun fyrren úr háskóla í Bandaríkjunum árið 1991 og meistarapróf frá sama landi 1995. Þetta þykir mér benda til þess að Þór hafi ekki hlotið menntaskólamenntun (flott orð hefs og lýkur á sama orðstofni!) á Íslandi. Hann hefur lokið venjulegu háskólanámi í Bandaríkjunum þar sem helmingur náms er almennt menntaskólaefni, en fátt fjallað um íslenska sögu þar. Ég óttast að því fleiri sem þeir verða á þingi sem þekkja lítið til íslenskrar sögu og raunveruleika þeim mun oftar gaspri þeir án þess að vita hvað þeir eru að gaspra um. Þetta er eins og fjöldi bandarískra þingmanna sem virðast lítið þekkja þau málefni sem þeir fjalla um en halda að þeir geti náð í atkvæði með því að ýta undir fordóma skammsýni í málflutningi. Blessunin hún Sarah í Alaska er gott dæmi.
Hve margir Bandarískir ríkisborgarar hafa setið á Alþingi Íslendinga?
Emil (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.