Enn um stjórnsýsluóhæfuna

Mbl.is greinir frá því að netverjar séu ævareiðir sýslumanninum í Reykjavík fyrir lögbannsúrskurðinn á hendur Ríkisútvarpinu og hefur nú verið stofnaður sérstakur hópur á Facebook sem beitir sér fyrir því að fólk segi sig úr viðskiptum við Kaupþing. Einn einstaklingur, náinn mér, var fluttur nauðungarflutningum til Kaupings eftir fall SPRON og svo var reyndar um fleiri. Þessi tiltekni einstaklingur íugar nú að segja upp viðskiptum við bankann.

Í frétt mbl.is er getið um tengsl sýslumannsins í Reykjavík við menn sem kunna að eiga hagsmuna að gæta í lögbannsmálinu. Sagt er að "sýslumaðurinn í Reykjavík sé vanhæfur vegna tengsla sona hans við málið. Synir hans eru þeir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja „og einn helsti talsmaður gömlu bankaklíkunnar“ og Frosti Reyr Rúnarsson, fyrrum forstöðumaður verðbréfamiðlunar Kaupþings og „einn af kúlulánþegum Kaupþings.“

Lesendur geta nú glöggvað sig frekar á málinu með því að blaða í lánabókinni sem fylgir þessari færslu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband