Í gærkvöld hlustaði ég á hljóðrit frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðastliðinn fimmtudag þar sem leiknar voru dægur perlur eftir Jón Múla Árnason, Jón Kerulf, Freymóð Jóhannsson, Magnús Blöndal Jóhannsson, Sigfús Halldórsson, Theódór Einarsson og Alfreð Clausen. Einsöngvarar með hljómsveitinni voru þær Eyvör Pálsdóttir og Ragnheiður Grön dal. Hljómsveitarstjórn var í höndum Davíðs Pobe.
Hrafn Orri Egilsson setti tónlistina út. Sannleikurinn var sá að hér var um afbragðs hljómleik að ræða að flestu leyti. Útsetningarnar voru yfirleitt prýðilega vel gerðar. Þó fannst mér einstaka sinnum bóla á að ekki væri rétt farið með laglinur. Kann að vera að útsetjarinn hafi farið eftir nótum og upphaflega hafi lögin ekki verið sungin réttilega.
Þá sungu þær stöllur einkar vel og verður að hafa það fyrir satt að undirritaður hafi allt of takmarkaðan áhuga á tónlist, því að ég hef sannast sagna nær ekkert heyrt af sönglist þeirra fyrr en þarna.
Eyvör virðist upprennandi stórsöngvari. Gaman var að heyra hana beita röddinni. Stundum, þegar hún söng lægri tónana, fannst mér sem brygði fyrir færeyskum hreim eins og hún væri skyld Anniku Hojdal (afsakið stafsetninguna) sem var í Harkaliðinu í gamla daga. Ragnheiður er einnig upprennandi söngstjarna á heimsmælikvarða eins og reyndar þær báðar.
Ekki spillti fyrir að Ragnheiður Ásta Pétursdóttir kynnti tónleikinn á einstæðan hátt og varpaði bæði kímilegu og fræðandi ljósi á allt hljómverkið.
Ekki veit ég hversu margir hlusta á utsendingar frá Sinfóníutónleikum. Þeir sem misstu af tónleikunum og útsendingunni ættu að fara inn á vef ríkisútvarpsins, leita að vefupptökum og finna þar 27. apríl. Njótið vel.
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Arnþór!
Sammála þér um tónleikana. Hlustaði á þá í útvarpi. Söngkonurnar voru báðar góðar en sjálfur hreifst ég meira af Eyvöru. Og kynningar Ragnheiðar Ástu voru frábærar, þær bættu heilmiklu við það sem maður vissi. Sem leiðir reyndar hugann að Jóni Múla, sem er sá útvarpsmaður íslenskur sem ég hef lært mest af, og vonandi hef ég getað tileinkað mér ofurlítið brotabrot af því.
Sigurður G. Tómasson, 1.5.2006 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.