Það er ævinlega of skammur tími til stefnu

Í gær tókst að berja saman álit fjárveitinganefndar vegna Icesave-samninganna og komu að því allir flokkar nema Framsóknarflokkurinn.

Fulltrúi flokksins í fjárveitinganefnd kvartaði undan því að of naumur tími hefði verið til stefnu. Í raun hefur ævinlega verið of naumur tími til alls sem fólk ætlar sér. Sé nægur tími er hann illa nýttur og menn taka ekki til hendinni fyrr en að lokum líður. Ýmsir sem við ætluðum að sinna dóu áður en við höfðum tíma til þess og álitsgerðir voru ekki unnar fyrr en skilafrestur var út runninn.

Á þessari bloggsíðu hefur formaður Sjálfstæðisflokksins nokkrum sinnum verið skammaður vegna orðhengilsháttar í Icesave-málinu. Munurinn á honum og formanni Framsóknarflokksins er sá að hinn síðar nefndi hætti aldrei orðhengilshættinum og nú hefur hann misst af lestinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband