Hverjir þvældust fyrir?

Það er athyglisvert að nærri jafnmargir töldu að Íslendingar sköðuðust á að samþykkja ekki ríkisábyrgðina og voru á móti henni. Þá er ástæða til að staldra við þá staðreynd að andstaða þeirra var mest sem höfðu ekki kynnt sér samninginn og frumvarpið.

Það er erfitt að bera saman Icesave-samningana og fjölmiðlafrumvarpið sæla. Það fer stundum svo, að þeir sem verða undir og forsetinn hlýðir ekki, ganga af göflunum. Þannig var þetta með aðildina að EES sem Vigdís staðfestii og þannig verður þetta núna. Það er eins og um ræðan hér á landi komist ekki upp úr þessu fari og lýðræðið taki ekki mið að samræðustjórnmálum heldur rifrildi eða hótunum. Þar gaspra þeir yfirleitt hæst sem minnst hafa kynnt sér þau gögn sem liggja til grundvallar

Það hefur margsinnis verið bent á það á þessum síðum að 26. gr stjórnarskrárinnar dugi hvergi til þess að tryggja þjóðaratkvæðagreiðslur um tiltekin mál. Hins vegar mega leiðara- og staksteinahöfundar Morgunblaðsins auk reiðra og tapsára andstæðinga Icesave minnast þess hverjir komu í veg fyrir að hægt yrði að samþykkja nauðsynlegar tillögur um breytingar á stjórnarskránni síðastliðinn vetur. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hraktist frá kjötkötlum stjórnarráðsins breyttist hann í lýðskrumsflokk.


mbl.is Bloggheimar loga vegna ákvörðunar forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir mér skiptir engu máli upp á hvað þessi samningur hljóðar.

Þetta er einungis spurning um það réttlætismál að við eigum EKKI að greiða upp skuldir einkafyrirtækja, sama í hvaða búning sú skuld er færð. Og góður díll breytir þeirri afstöðu minni ekki.

Ég lít á þetta sem kúgun þessara þjóða, sem hugsa til þess með skelfingu að þurfa viðurkenna gallað laga og regluverk ESB sem skóp þennan vanda þannig að siðlausir menn gátu spilað á það kerfi eins og þeim sýndist,  og koma til með að gera áfram fyrst þetta var samþykkt. Nú  sleppa þessar þjóðir við að horfast í augu við eigindrullupytt.

(IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 18:19

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Greining þín á mismun fjölmiðlafrumvarpsins og Icesave laganna er kannski rétt, þ.e. að málin séu ekki sambærileg. 

Þau eru ekki sambærileg að því leyti að í Icesave málinu er MIKLU STÆRRI GJÁ MILLI ÞINGS OG ÞJÓÐAR !!

Miklum mun meira hagsmunamál fyrir þjóðina er þetta Icesave mál heldur en fjölmiðlafrumvarpið.  Þ.a.l. á ákvörðun um þetta mál mun frekar heima hjá þjóðinni.

Hvað segir þú þá um það þegar ESB samningurinn verður lagður fyrir þjóðina - einhverntímann í framtíðinni.  Heldur þú að hver einasti Íslendingur muni setjast yfir fleiri þúsund blaðsíðna samning og kryfja hann til mergjar ??

Nei Arnþór, þessi rök þín duga ekki - þetta mál átti heima hjá þjóðinni en nú hefur forseti útrásarvíkinganna staðfest samninginn og verði honum að góðu.

Hann hefur enn og aftur sýnt að hann er EKKI SAMEININGARTÁKN ÞJÓÐARINNAR.

Sigurður Sigurðsson, 2.9.2009 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband