Sýnd veiði en ekki gefin

Það er ótrúlegt að fylgjast með uppátækjum Google-leitarvélaginnar. Mikilvirkari og gagnlegri leitarvél verður vart fundin. Hefur hún leyst margan vanda þótt hún hafi jafnframt valdið vandræðum. Hvoru tveggja fékk ég að kynnast þegar ég starfaði við blaðamennsku á Morgunblaðinu.

Að undanförnu hef ég leitað að fræðigreinum um nokkur álitamál í hljóðritunartækni, einkum atriðum sem fjalla um viðtalstækni. Á leitarvef Google birtast m.a. útdrættir úr fræðiritum um þessi mál.

Galli virðist þó á gjöf Njarðar. Einungis eru myndir af bókasíðunum sem vitnað er í en skjálesarar geta ekki lesið.

Á vegum Landsbókasafns Íslands hefur að hluta verið ráðin bót á þessu vandamáli. En ýmsar villur fylgja með sem ekki voru leiðréttar þegar blöðin eða tímaritin voru skimuð inn. Þessi leið hefur þó opnað ýmsar upplýsingar sem ómetanlegt er að geta gluggað í.

Nú vona ég að bandarísku blindrasamtökin láti hendur standa fram úr ermum og beiti sér fyrir því að aðgengi verði bætt að þeim gríðarlega bókakosti sem Google býður aðgang að - annaðhvort til skoðunar eða kaups.

Hér á landi er nær ekkert fjallað um upplýsingaaðgengi á heimasíðum samtaka fatlaðra og er það miður. Metnaðarleysi forystufólksins ríður hreinlega ekki við einteyming.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sverrisson

Mig langar til að benda á það að í kringum 2003 varð ákveðin vakning í íslenskri vefsíðugerð og fóru stærstu aðilarnir að "vefa" á þann hátt að vefirnir uppfylltu í það minnsta aðgengis forgang 1, eins og hann er skilgreindur hjá Sjá ehf.

Síðan þá hafa vel flest hugbúnaðarhús farið sömu leið og vil ég meina að ekkert alvöru hugbúnaðarhús skilar frá sér vef í dag sem ekki er aðgengilegur.

Kjartan Sverrisson, 17.9.2009 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband