Ég átti hlut að máli þegar þessi skilgreining sem notuð er við vottun aðgengis að heimasíðum var gerð. Ég hef síðan tekið þátt í að votta heimasíður með því að athuga tiltekin atriði sem þurfa að vera aðgengileg áður en síðurnar eru vottaðar. Þetta hef ég gert mér til mikillar ánægju.
Aðgengi að heimasíðum fyrirtækja og stofnana hér á landi er skárra en víða annars staðar og er það vel. Þótt útlit vefsíðna opinberra stofnana fylgi yfirleitt aðgengisstöðlum vantar mikið á að einstakir hlutar þeirra uppfylli þessi skilyrði. Verða hér nefnd nokkur dæmi:
Tryggingamiðstöðöin er eina fyrirtækið sem ég veit um að hafi gert eyðublöð sín aðgengileg þeim sem nota skjálesara. Þau voru sérstaklega hönnuð og notendur hafðir með í ráðum.
Fyrir nokkru var notendum skjálesara gert kleift að telja fram á vefnum og var það framför. Aðrir hlutar úttfyllingaforma ríkisskattstjóra eru ekki vel aðgengilegir. Það slampast með virðisaukaskattinn vegna þess hversu reitirnir eru fáir. En þegar kemur að staðgreiðslu skatta vandast málið. Starfsmaður embættisins hefur viðurkennt fyrir mér að sá hluti versins sé óaðgengilegur. Ríkisskattstjóri sagði mér í samtali að fjárskortur hamlaði. Sannleikurinn er sá að starfsmenn embættisins hafa haft 3 ár í hið minnsta til þess að lagfæra aðgengið og ekkert hefur miðað. Nú horfir til mikils niðurskurðar´hjá embætti ríkisskattstjóra og óttast skúli Eggert Þórðarson að úrbætur geti dregist á langinn. Þetta eru hins vegar ódýrar úrbætur og vel getur verið að skipta þurfi um verkefnisstjóra til þess að úrbæturnar gangi eftir.
Tryggingastofnun ríkisins lét gera talsverðar breytingar á vef stofnunarinnar á síðasta ári og voru þær flestar til mikilla bóta. Eyðublöðin hafa alls ekki verið hönnuð með þarfir sjónskerts fólks í huga. Haustið 2005 var talið að þessu yrði hrint í framkvæmd um leið og ný vefsíða sæi dagsins ljós. Það hefur enn ekki orðið.
Í janúar 2007 skrifaði ég forstjóra Vinnumálastofnunar og vakti athygli á óaðgengilegum eyðublöðum. Þakkaði hann mér fyrir ábendingarnar. Lítið sem ekkert hefur breyst síðan. Nú lætur hann ekki svo lítið að svara fyrirspurnum og starfsmenn stofnunarinnar þverskallast við öllum tillögum um breytingar.
Ég held því statt og stöðugt fram að með framferði sínu leggi forstöðumenn þessara stofnana stein í götu þeirra sem reyna að bjarga sér sjálfir og þurfa að gera það. Mér væri skapi næst að fara í greiðsluverkfall opinberra gjalda og neita að greiða önnur gjöld en þau sem ég get greitt sjálfur. Tæknin er til sem þarf til að útfylla eyðublöð og það er tiltölulega einfalt að breyta forminu þótt vefur sé ekki endurhannaður frá grunni. Fari svo að ég hætti að greiða opinber gjöld væri fróðlegt að láta reyna á það fyrir dómi hvor beri ábyrgðina, ég eða sú stofnun sem hefur lagt stein í götu mína og annarra sem svipað er ástatt um. Hverfi ég hins vegar frá því og reyni að greiða þessi gjöld með því að fá einhvern til aðstoðar, sem þiggur e.t.v. laun fyrir, hver á þá að greiða kostnaðinn? Sá sem uppfyllir ekki skyldur sínar eða hinn sem reynir að standa í skilum og þarf að greiða aðstoðarmanni til þess að inna slík skil af hendi?
Það er ótrúlegt að enginn stjórnarþingmaður skuli taka þetta mál upp og engum virðist detta í hug að setja þurfi löggjöf hér á landi sem tryggi upplýsingaaðgengi fatlaðra. Það er ekki nóg að fága yfirborðið heldur verður verður að vanda undirlagið.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Tölvur og tækni, Vefurinn | 17.9.2009 | 22:49 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.