Capacent með óaðgengilega heimasíðu

Í morgun fór ég inn á heimasíðu Capacent til þess að athuga hvort einhver störf, sem henta mér, stæðu til boða.

Sá ég þá að auglýst var ný heimasíða fyrirtækisins. Við nánari athugun reyndist hún að mestu leyti óaðgengileg. Enginn texti var við krækjurnar heldur einungis myndir.

Í ljósi þess sem fram kom í athugasemdum vegna fyrri skrifa á þessari síðu er ljóst að sum hugbúnaðarhús hér á landi virðast ekki þekkja hugtakið "Aðgengi".

Ég hef átt ánægjuleg samskipti við starfsfólk Capacent á undanförnum árum. Nokkrum sinnum hef ég komist í atvinnuviðtöl fyrir tilstilli þess en ekki fengið fast starf. Að vísu hélt ég að mér hefði hlotnast ssölumannsstarf í sumar vegna auglýsingar á mbl.is. Það hefur þó dregist úr hömlu og verð ég því enn að láta skrá mig atvinnulausan.

Vonandi bæta þeir Capacent-menn úr þeim vanköntum sem eru á nýrri heimasíðu fyrirtækisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband