Forsetinn á hálum ís

Ef til vill getur Ólafur Ragnar Grímsson rökstutt að íslensku bankarnir hafi starfað löglega innan evrópsks regluverks. Það er einnig rétt hjá honum að eftirlitsstofnanirnar brugðust. Forsetinn brást líka. Hann tók þátt í hrunadansinum og útrásinni af lífi og sál. Landsbankinn sveik Íslendinga. Hann sveikst undan því að koma útibúi sínum í Lundúnum undir breska lögsögu af því að það hentaði honum ekki og bankastjórarnir töldu bankann ekki hafa efni á því.

Ef til vill hefur Ólafur ákveðið að verja íslensku bankana á Bloomberg-fréttaveitunni með því að vitna til þess að þeir hafi starfað samkvæmt lögum og reglum til þess að forðast umræðuna um hið raunverulega eðli bankaþennslunnar. Það rýrir þó viðtalið að fréttaveitan skyldi stilla því upp gagnvart frásögn Gunnars Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins um þær rannsóknir sem nú standa yfir.

Um þessar mundir eru rifjuð upp kaup arabisks sjeiks á hlutabréfum í einum bankanna. Ekkert var greitt fyrir hlutina heldur lánaði bankinn fyrir þeim (Orkuveita Reykjavíkur virðist nú á svipuðu róli). Er nú hverjum manni augljós hver ástæðan var, hækkun bréfanna og e.t.v. neyðarúrræði til þess að greiða fyrir erlendum lánum. En erlendir bankamenn sáu gegnum svikavefinn.

Ég er hræddur um að forsetinn hafi nú skarað glóðir elds að höfði sér. Sennilega væri best að hann talaði sem minnst um bankana. Þetta viðtal verkar eins og hann hafi gengið í lið með einum af mestu ósannindamönnum þessa lands, Sigurði nokkrum Einarssyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt orkar tvímælis þá gert er sagði kerlingin forðum.

Þekkt eru orðin Vilmundar löglegt en siðlaust. Forseatembættið bæði fyrr og nú hefur átt undir högg að sækja. Ýmsir þrýstihópar vilja það vinna fyrir sig og finna því allt til foráttu þegar á annanveg fer. Mér sýnist höfundur eftirfarandi greinar hafa nokkuð til síns máls þegar rykið hefur sest á upphlaupi vegna þess sem forseti lét hafa eftir sér á Bloomberg:

http://islandsfengur.blog.is/blog/islandsfengur/entry/953307/

Emil

Emil (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband