Fáir hafa skilið þann gerning að ráða Morgunblaðinu tvo ritstjóra, Davíð Oddsson og Harald Johannessen. Haraldur hefði nægt enda harðduglegur blaðamaður með mikla þekkingu og reynslu.
Davíð er svo sem ekki reynslulaus heldur. Hann hefur að vísu ekki komið nærri fjölmiðlum sem beinn þátttakandi svo að árum skipti. Síðustu afskipti hans voru sennilega þau að leggja fréttastofu Ríkisútarpsins í einelti eftir bæjarstjórnarkosningarnar 1998, en þá hafði hann bókstaflega allt á hornum sér. Töldu margir að þau afskipti hefðu skaðað fréttastofuna og gert stöðu Ríkisútvarpsins jafnvel enn verri en fyrr.
Það orkar ekki tvímælis að Davíð hlýtur að teljast pólitískur varðhundur Sjálfstæðisflokksins á blaðinu, nokkuð sem þeir Styrmir og Matthías reyndu að komast undan á sínum tíma. Hermt er að Davíð hafi ekki kunnað þeim neinar þakkir fyrir.
Afskipti Davíðs af þjóðmálum sem borgarstjóri, forsætisráðherra og seðlabankastjóri valda því að hann hefur fengið á sig ákveðinn stimpil í hugum fólks. Þótt hann eigi sér marga aðdáendur hafa aðrir ýmugust á honum. Flestir þeirra munu segja upp áskrift sinni að Morgunblaðinu og við því má þetta ágæta fyrirtæki ekki.
Þegar Morgunblaðið lýsti yfir stuðningi við innrásina í Írak árið 2003 sögðu um 150 manns upp Morgunblaðinu. Nú, þegar útgefendur blaðsins kasta grímunni og leggja til atlögu gegn lýðræðislegri aðkomu fjölmiðla er hætt við að traust margra bresti. Þótt Davíð verði allur af vilja gerður dragnast hann með djöful sinn sem er fortíðin og allt sem henni fylgir.
Skyldu eigendur Árvakurs skynja sinn vitjunartíma?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjölmiðlar | 25.9.2009 | 16:36 (breytt kl. 16:38) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319701
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki í lagi að tapist á fækkandi áskrifendum? Auðvelt að fá niðurfelldar skuldir þar á bæ.
Án alls gríns, undirrita þennan pistil
Eygló, 25.9.2009 kl. 21:19
Væri ég ekki áskrifandi nú þegar þá myndi ég kaupa hana strax .... flott að fá Davíð í ritstjórastólinn ... verður virkilega gaman að lesa MBL á næstunni
Katrín Linda Óskarsdóttir, 26.9.2009 kl. 03:48
Sæll Arnþór
Brottrekstur Ólafs og ráðning Davíðs er liður í hernaðaráætlun. Eftir að Davíð var rekinn úr Seðlabankanum var það verkefni hirðarinnar að finna nýjan vettvang fyrir kónginn. Ritstjórastóll Moggans er rökrétt niðurstaða. Þetta er pólitísk aðgerð og hefur ekkert með rekstur blaðsins að gera-hún er meira að segja skaðleg fyrir afkomuna. Flokkurinn hyggst ná völdum á ný og sá hluti hans sem hvað harðast styður Davíð og hans frjálshyggju álítur að Bjarni Ben sé ekki nægilega öflugur. Bjarni hefur einnig daðrað við ESB-jákvæðar hugmyndir og það er ekki vinsælt hjá DO-sinnum.
Hjálmtýr V Heiðdal, 26.9.2009 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.