Bitið í skottið á sjálfri sér

Höfundur Staksteina Morgunblaðsins er í vondu skapi í dag þrátt fyrir nýja ritstjóra. Veldur því sennilega tvennt:

1. Áskrifendum hefur fækkað.

2. Alþingi sagði upp áskriftinni að Morgunblaðinu og þar með fuku tveggja milljóna árstekjur út í buskann.

Höfundurinn skýrir uppsögn Alþingis sem pólitíska andúð á öðrum nýju ritstjóranna og vitnar til þess að forseti þingsis hefði vitnað til þess í sumar, þegar DV var sagt upp, að blaðið væri ekki lengur dagblað.

Þegar kreppir að eru ýmis fríðindi afnumin. Þannig var það líka á Mogganum. Þegar þrengdi að var dregið úr þjónustunni við blaðamenn og þeir þurftu að inna ýmis viðvik af hendi sem þeir þurftu ekki áður.

Morgunblaðið hefur barist fyrir frjálsri samkeppni á ýmsum sviðum. Í raun ætti áskrift að dagblöðum að vera á meðal hins fyrsta sem sagt yrði upp þegar að kreppir. Alþingi hefði svo sem getað farið meðalveginn með því að hætta pappírsáskriftinni en semja þess í stað um netáskrift beggja blaðanna, DV og Morgunblaðsins.

Mergur málsins er ef til vill sá að með útgáfu Fréttablaðsins hófst algert niðurlægingartímabil áskriftarblaðanna. Það er mergurinn málsins.

Ég hef verið áskrifandi netútgáfu Morgunblaðsins um árabil og um nokkurt skeið pappírsútgáfunnar. Í gær sagði ég upp pappírsáskriftinni. Í staðinn ætla ég að verja fjármunum til þess að styrkja líka DV sem þykist nú vera eina óháða blaðið á markaðinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Tekjur Moggans vegna þingmannanna voru rúmar 2,5 milljónir á ári. Þær fjúka ekkert. Flestir þingmannanna gerast áskrifendur og borga fyrir sinn Mogga.

Björn Birgisson, 26.9.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband