Frjálshyggjulögin eða frjálshyggjuskattarnir

Jóhanna sigurðardóttir fræddi þjóðina á því í dag að lausn á Icesave-málinu væri vart í sjónmáli.

Icesave-málið er til komið vegna þess að Landsbankamenn hundskuðust ekki (fyrirgefið orðbragðið) til að setja starfsemi sína í erlend félög sem lutu lögum þeirra landa sem þau störfuðu í. Fyrrum bankamálaráðherra, sem enn situr á þingi, virtist annaðhvort ekki skilja á sínum tíma um hvað málið snerist eða var ekki hafður með í ráðum.

Fyrrverandi seðlabankastjóri virtist ekki ræða við aðra en flokksbræður sína og vini í ríkisstjórninni og ber því beina ábyrgð á því hvernig komið er. Samt ætlar hann að verða á móti Icesave-málinu á síðum Morgunblaðsins.

Aðgerðaleysi fyrri ríkisstjórnar hefur í raun varpað ábyrgð þessa máls yfir á þjóðina sem kaus þessa ríkisstjórn yfir sig. Svo einfalt er þetta mál. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lítið annað gert en að þvælast fyrir í málinu og hið sama á við um Framsóknarflokkinn og hluta Vinstri-grænna.

Þorvaldur Gylfason sagði í Vikulokum Ríkisútvarpsins í morgun að hann væri ekki viss um að Icesave-málið hefði batnað í meðförum þingsis. Ég held því miður að hann hafi talsvert til síns máls. Allur málflutningur Sjálfstæðis- og framsóknarmanna miðaði eingöngu að því að ná aftur völdum - ef ekki með rökum þá með lýðskrumi.

Góður vinur minn, sem búið hefur lengi erlendis, fylgist vel með þjóðmálaumræðunni hér. Telur hann víst að fari allt á versta veg verði almenningur að sætta sig við hærri skatta vegna Icesave-málsins. Hefur hann lagt til að menn fari að kenna lög hér á landi við tilefni þeirra. Verði því Icesave-lögin eða -skattarnir kennd við upphafsmenn ógæfunnar og kölluð "Frjálshyggjulögin" eða "Frjálshyggjuskatturinn".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband