Guð blessi Ísland - nýtt útvarpsleikrit

Í dag frumflutti Útvarpsleikhúsið "Guð blessi Ísland", nýtt útvarpsleikrit eftir Símon Birgisson og Malte Scholz. Í kynningu leikhúsins sagði að leikritið nýtti sér aðferðir heimildaleikhússins til þess að segja ákveðna sögu. Söguþráðurinn var dálítið lauslega ofinn en leikurinn gerðist í litlum bæ þar sem skelfilegir atburðir höfðu orðið og hinir seku gengu lausir. Var m.a. unnið ú hljóðritum af samtölum sem tengja mátti við bankahrunið í fyrra og þá atburði sem á eftir fóru.

Símon leikstýrði sjálfur verki sínu en Hjörtur Svavarsson sá um hljóðvinnslu.

Hugmynd þeirra Birgis og Malta var og er góðra gjalda verð. Einhver annar, sem þekkir betur eðli útvarpsleikhús og hlustar helst eitthvað á útvarpsleikrit (sem Birgir gerir kannski) hefði þurft að leikstýra verkinu. Mér finnst einhvern veginn að hljóðtæknisnilld Hjartar Svavarssonar, sem er þaulreyndur tæknimaður, hafi ekki notið sín fyrir ráðríki leikstjórans.

Leikritið verður aftur á dagskrá fimmtudaginn 1. október kl. 22:15. Þetta verður vafalítið eitt þeirra verka sem Útvarpsleikhúsið endurtekur á næstu árum. Vonandi endurskoðar höfundur leikritið og fær einhvern annan til að leikstýra því.

Þeim, sem vilja kynna sér Símon Birgisson, er bent á bloggsíðu hans, http://blogg.visir.is/simonbirgis/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband