Ofbeldi gegn konum í gíneu

Greinnt hefur verið frá því að herinn í gíneu hafi ráðist á þátttakendur í kröfugöngu sem farin var í höfuðborg landsins í fyrradag. Hafa samtök Afríkuríkja auk mannréttindasamtaka gagnrýnt framgöngu hersis, en kröfugangan var skipulögð m.a. til þess að mótmæla því að núverandi forseti, sem rændi völdum með tilstyrk hersins eftir að fyrrum forseti lést, hyggist bjóða sig fram í næstu forsetakosningum.

Lýsingar sjónarvotta á aðförum hermanna eru viðbjóðslegar. Einkum á þetta við um ofbeldið gagnvart konum. Hermenn slógu ýmsar þeirra til jarðar og spurðu hvern þær styddu. Nefndu þær nafn núverandi forseta sluppu þær. Nefndu þær hins vegar nafn einhvers leiðtoga stjórnarandstöðunnar var þeim nauðgað með eftirfarandi hætti:

Riffilhlaupi var stungið í sköp þeirra og hleypt af!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband