Jaðrar við ábyrgðarleysi

Það mátti búast við að Hollendingar og Bretar tækju fyrirvörum Íslendinga ekki þegjandi og hjóðalaust. Furðu sætir í jafnmikilvægu máli og Icesave-málinu að ekki skuli haldnir fundir æðstu ráðamanna landanna til þess að ræða frekar þessi mál.

Nú virðist sem þeim, sem bera ábyrgðina öðrum fremur á Icesave-málinu, sjálfstæðismönnum, geti orðið að þeirri ósk sinni að ríkisstjórnin hrökklist frá. Í því sambandi og vegna þeirrar fullyrðingar minnar að sjálfstæðismenn beri öðrum fremur þessa ábyrgð vísa ég á fróðlega grein Jóns Baldvins Hannibalssonar í Morgunblaðinu í dag.

Ögmundur Jónasson hefur iðulega verið sjálfum sér samkvæmur. En í þessu máli hefur hann hlaupið út undan sér og neitað að horfast í augu við staðreyndir.


mbl.is Þingflokkur VG fundar kl. 14.15
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Helgason

Ertu búinn að gleyma Björgvini Sig?

Var hann uppá punt þarna?

Hver var stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins?

Sjálfstæðisflokkurinn einkavæddi bankanna en Icesave óx um 400% á valdatíma Samfylkingarinnar.

 kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 30.9.2009 kl. 13:31

2 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Mætum öll á Austurvöll á morgun kl 13:00 til að mótmæla fjárkúgunartilraunum ríkisstjórnarinnar í þágu Breta, Niðurlendinga og AGS.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 30.9.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband