Þeir félagar leggja áherslu á að tillaga þessi sé ekki endanlega útfærð en færa fyrir henni ýmis sannfærandi rök.
Ég heyrði fyrst getið um þessa leið fyrir nokkrum árum þegar stærðfræðingur nokkur kom til mín á skrifstofu Öryrkjabandalags Íslands og færði fyrir henni rök. Benti hann á að fæstir lífeyrisþegar áttuðu sig á að ekki væri verið að innheimta skatta af greiðslum lífeyrissjóðanna í tvígang því að iðgjöldin væru ekki skattlögð. Taldi hann að þetta yrði lífeyrisþegum til mikilla þæginda.
Vegna veikinda sinna taldi hann sér ekki fært að leggja þessa tillögu fram á opinberum vettangi enda sagðist hann hafa fengið lítinn hljómgrunn á meðal manna.
Grein þeirra Benedikts og Bjarna vekur upp þá spurningu hvort stjórnvöld og forystumenn atvinnuveitenda og launþega taki þetta mál ekki föstum tökum og kanni kosti hugmyndarinnar og galla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.9.2009 | 13:38 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst það ætti að skoða þennan möguleika. Önnur hugmynd er einfaldlega sú að þeir launþegar sem safni viðbótarlýfeyrissparnað með mótframlagi. gefi þjóðini sinn viðbótarhlut tímabundið meðan verið er að skríða upp úr kreppuni.
Offari, 30.9.2009 kl. 15:02
Eins og ég skil þetta þá myndi þetta leiða til þess að minni upphæð sé fjárfest fyrir hönd sparnaðareigandans sem aftur á móti myndi leiða til minni ávöxtunar þegar upp er staðið. Ég hef ekki lagst í útreikninga á þessu en mig grunar að þegar upp væri staðið gætu lífeyrisþegar jafnvel borið minna úr býtum þegar upp er staðið jafnvel þótt útgreiðslan yrði ekki skattlögð.
Annað sem hefur ekki verið nefnt í þessu sambandi er að verið er að skipta skammtímavanda út fyrir framtíðar/langtímavanda. Skatttekjur ríkisins munu verða minni í framtíðinni en ella hefði orðið og þar með erfiðara að veita öldruðum þjónustu af ríkisfé gegnum heilbrigðiskerfi o.s.fr. Þetta er enn óhagstæðara fyrir þá staðreynd að öldruðum fer stöðugt fjölgandi sem hlutfalli af heildarfjölda einstaklinga.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 16:51
Án þess að hafa lesið greinina þá hljómar þetta álíka og tillaga Sjálfstæðismanna frá því í vor en henni var í það minnsta hafnað af ríkisstjórninni.
Þetta er ágætis hugmynd að mörgu leyti en helsti gallinn snýr auðvitað að persónuafslættinum; ef við tökum fullan skatt af innborgunum í lífeyrissjóðina, þ.e. sirka 37% í dag, þá þyrfti ríkið að borga háar fúlgur í sem nemur persónuafslættinum þegar að útborgun lífeyrisins kæmi. Eins yrði þetta afskaplega flókið ef miklar breytingar eiga eftir að verða á skattkerfinu síðar meir, t.d. með þrepaskiptu skattkerfi eða flatri skattprósentu.
Í praxis værum við því að breyta lífeyriskerfinu þannig að það yrði gegnumstreymiskerfi að hluta til, bara afskaplega flókið gegnumstreymiskerfi.
Hinn kosturinn væri að vera með einhvers konar auka persónuafslátt á inngreiðslur í lífeyrissjóðina en slíkt myndi að öllum líkindum koma illa út fyrir tekjulága lífeyrisþega, sérstaklega öryrkja sem verða óvinnufærir á miðri starfsævinni. (Afþví þeir höfðu að öllum líkindum umtalsvert hærri tekjur þegar inngreiðslurnar í lífeyrissjóðinn fóru fram en þegar þeir fá greiddar bætur úr lífeyrissjóðnum sínum.)
Annar galli er svo sá að ef þessi leið yrði farin yrðu tekjur ríkisins af breytingunni mun minni en 40 milljarðar. Ætli sirka helmingur færi ekki í persónuafsláttinn af lífeyrisinngreiðslunum og auka tekjur ríkisins yrðu því aðeins 20 milljarðar. Líklega heldur lág upphæð til að gjörbylta lífeyriskerfinu.
Annars rekur Guðmundur Gunnarsson gallana við þetta fyrirkomulag ágætlega á vefsíðu sinni í dag, http://gudmundur.eyjan.is/
En ef við hefðum flata skattprósentu, t.d. 15-20%, engan persónuafslátt og vissu um að skattkerfið ætti eftir að vera nokkurn veginn óbreytt næstu áratugina þá væri þessi hugmynd reyndar einföld í framkvæmd og líklega no brainer miðað við núverandi aðstæður. En svo er víst ekki og ég held það sé lítill áhugi á flatri skattprósentu á Íslandi í dag.
Andri Thorstensen (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.