Betur að satt væri

Ótrúlegt var að fylgjast með kastljósi í kvöld. Það hófst á löngu úreltu viðtali við Jóhönnu Sigurðardóttur sem bætti engu við það sem þegar hafði verið sagt og síðan var það rofið með nýju viðtali.

Þá kom sagan af norska láninu og var Ögmundur hrifinn af þessu tiltæki norska Miðflokksþingmannsins sem vill stinga upp á því að Íslendingar fái 2000 milljarða að láni.

Síðan kom viðtal Þóru Tómasdóttur þar sem greinilegt var að nokkrar vöflur komu á þingmanninn. Að lokum kórónaði Árni Páll Árnason málið með því að segja sögur af samskiptum við Norðmenn og lýsa óbilgirni þeirra.

Í fréttum Ríkissjónvarpsins 14. ágúst síðastliðinn sagði Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Norðmanna, að Íslendingar yrðu að ná niðurstöðu í Icesave-málinu áður en Norðmenn gætu fallist á að lán þeirra yrði afgreitt.

Hvert verður næsta útspil Framsóknar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband