Í þættinum "Vítt og breitt að morgni dags" er fjallað um siðfræði á mánudagsmorgnum. Í morgun ræddi Hanna G. Sigurðardóttir við Guðmund Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Meginniðurstaða hans var sú að Íslendingar bæru ábyrgð á að endurgreiða þá hámarksábyrgð sem tryggingasjóði innistæðueigenda er ætlað samkvæmt lögum og gildir þá einu hvort um er að ræða íslenska eða erlenda viðskiptavini Landsbankans. Benti hann fólki á að setja sig í spor útlendinga í þessu máli. Taldi hann í raun gott að þetta skylli með þessum hætti á Íslendingum. Stjórnvöld hefðu ekki staðið vörð um að bankarnir yxu ekki þjóðarframleiðslunni yfir höfuð. Benti hann m.a. á að Svisslendingar teldu hættu stafa af vexti bankanna þar, en umsvif þeirra nema nú um fimmfaldri þjóðarframleiðslu Svisslendinga.
Í pistlum þessum hefur áður verið lýst vonbrigðum með þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar að hlaupast undan merkjum og flýja úr ríkisstjórninni. Fleiri þingmenn Vinstri-grænna virðast undir sömu sök seldir og kemur á óvart að jafngreind og mikilhæf kona og Guðrfríður Lilja Grétarsdóttir geri sig seka um jafnalvarlegan siðferðisbrest og fram kom í máli hennar í silfri Egils í gær.
Á meðan hluti Vinstri-grænna og stjórnarandstaðan halda þessu máli í gíslingu brennur Ísland.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.10.2009 | 11:02 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill. Orð að sönnu.
Eiður Svanberg Guðnason, 5.10.2009 kl. 16:08
Hvernig er hægt að leiða að því rök, að Icesave-stjórninni beri siðferðileg skylda til að taka hagsmuni ríkissjóða Bretlands og Hollands fram fyrir hagsmuni Íslendsks almennings ? Hvernig er hægt að tala um að endurgreiða eitthvað sem aldreigi hefur verið fengið að láni ?
Kemur þessi Guðmundur Heiðar Frímannsson fram á vettvanginn sem miskunnsamur Samverji, sem vilji setja sig í spor útlendinga og allt fyrir þá gera ? Þessi starfsmaður Íslendskrar ríkisstofnunar telur það meira að segja gott á þjóð sína að fá óbilgjarnar kröfur frá útlöndum.
Hefur þessi maður ekki séð Tilskipun 94/19/EB sem segir skýrum stöfum, að aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins mega ekki taka ábyrgð á innistæðu-tryggingunum ? Þar segir einnig, að það sé grundvallar-regla að bankarnir standi undir iðgjöldum til trygginga-kerfisins. Hvaðan kemur svona fávís maður ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 5.10.2009 kl. 16:49
Eina sem Ögmundur Lilja og Guðfríður Lilja og einhverjir aðrir þingmenn VG eru að gera, er að standa vörð um þingræði. Maður spyr sig hvenær komi að því að Jóhanna og Steingrímur senda þingið heim og stjórni þessu bara sjálf, þau virðast ekki þurfa á hjálp að halda.
Kjartan Sigurgeirsson, 6.10.2009 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.