Atvinnuauglýsingar ekki lengur aðgengilegar á mbl.is

Í kvöld sendi ég eftirfarandi bréf til auglýsingadeildar Morgunblaðsins:

Ágæti viðtakandi.

Ég hef meira og minna verið í atvinuleit undanfarin ár. Ég var svo heppinn að fá starf sem sumarstarfsmaður á Morgunblaðinu sumrin 2007 og 2008 og var það dýrmæt starfsreynsla.

Morgunblaðið nýttist mér framan af sem dýrmæt uppspretta við atvinnuleit. Nú bregður hins vegar svo við að einungis eru birtar myndir af auglýsingum á mbl.is. Reynist því þeim, sem eru blindir eða sjónskertir og nota skjálesara ókleift að lesa auglýsingarnar.

Vonandi verður þetta fært í fyrra horf þannig að texti birtist með myndunum.

Virðingarfyllst,

fv. formaður og framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband