Í morgun fór ég að láta skrá mig atvinnulausan og var vel tekið af starfsfólki vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins. Ég hafði ætlað að undirbúa jarðveginn með því að afla mér upplýsinga á netinu, en þar var þá ekki allt sem sýndist. Sendi ég því Gissuri Á. Péturssyni, forstjóra Vin´numálastofnunar, meðfylgjandi bréf:
Sæll, Gissur og gleðilegt ár.
Í morgun urðu þau tímamót í lífi mínu að ég þurfti að láta skrá mig atvinnulausan og sækja um atvinnuleysisbætur. Sótti ég því á fund starfsfólks Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins að Engjateigi 11. Ekki get ég kvartað yfir móttökunum.
Undanfarna daga skoðaði ég vef Vinnumálastofnunar dálítið því að ég vildi flýta fyrir mér. Komst ég þá að því að upplýsingar á vefnum eru ekki nægilega aðgengilegar þeim sem eru það sjónskertir að þeir þurfa að nota sérstaka skjálesara með blindraletri eða talgervli. Hönnun vefsins virðist með öðrum orðum talsvert ábótavant í mörgum efnum. Þetta er einkar bagalegt, sérstaklega þegar tekið er mið af því að Vinnumálastofnun á m.a. að annast atvinnuleit fyrir fatlaða. Ég vil nefna nokkur dæmi:
1. Vefurinn er þannig upp settur að erfitt er að átta sig á því í sjónhending hvar ýmsar upplýsingar eru.
2. Bæklingar Vinnumálastofnunar eru vissulega á vefnum á pdf-sniði, en ekki sem texti, heldur sem myndir. Þeir virðast hreinlega hafa verið skimaðir inn og þar af leiðandi eru þeir algerlega ólæsilegir mönnum eins og mér.
3. Eyðublöðin eru á pdf-sniði. Ekki er þannig frá þeim gengið að hægt sé að fylla þau út með tölvu. Þar mætti Vinnumálastofnun taka Tryggingamiðstööina sér til fyrirmyndar.
Starfsmenn þínir voru allir af vilja gerðir að aðstoða mig í þessu sambandi en sáu fljótt að slíkt tjáði ekki þar sem um myndir var að ræða en ekki texta. Var mér lofað að reynt skyldi að útvega mér bæklingana á tölvutæku og læsilegu sniði. Ég var svo heppinn að kona mín fylgdi mér þessi þungu spor, en mörgum þykir þungt að þurfa að láta skrá sig atvinnulausa eftir að hafa verið á almennum vinnumarkaði í þrjá áratugi. Mér finnst að starsmenn Vinnumálastofnunar eigi skilyrðislaust að aðstoða umsækjendur um atvinnuleysisbætur við að fylla út eyðublöð sem eru algerlega óaðgengileg.
Þrátt fyrir að nokkurrar viðleitni hafi gætt til þess að gera vef Vinnumálastofnunar aðgengilegan sjónskertum (sérstakur hamur fyrir sjónskerta) er flest það, sem máli skiptir, algerlega óaðgengilegt á heimasíðu stofnunarinnar. Slíkt er í raun andstætt við upplýsingastefnu stjórnvalda. Er hugsanlegt að ein skýringin sé sú að ekki starfi fatlað fólk eða einstaklingar með sérþekkingu á málefnum fatlaðra hjá stofnuninni?
Ég þykist að vísu vita að þetta sé ekki af ásetningi gert heldur vanþekkingu. Það er hins vegar grafalvarlegt að stofnunin skuli leggja stein í götu fólks, sem hefur sérþjálfað sig til starfa á almennum vinnumarkaði, með því að koma því þannig fyrir að hindranir séu þess eðlis að fólk fái ekki yfirstigið þær af sjálfsdáðum.
Ég vona að þú takir þessum ábendingum vel, sem eru sendar þér í fyllstu vinsemd.
Bestu kveðjur,
Arnþór Helgason
***************************
Arnþór Helgason,
tjarnarbóli 14,
170 Seltjarnarnesi.
S´mar: 5611703, 8973766
Netfang: arnthor.helgason@simnet.is
Flokkur: Tölvur og tækni | 2.1.2007 | 17:57 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.