Gönuhlaup framsóknanrmanna og óvinir launafólks

Guðmundur Gunnarsson fer mikinn á bloggi sínu á Eyjunni, http://gudmundur.eyjan.is. Þar lýsir hann þeirri skoðun að þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson séu helstu óvinir launafólks um þessar mundir. Málum sé nú þannig komið að framsóknarmenn þurfi á hjálp að halda til þess að skera sig niður úr þeirri snöru sem þeir hafa sjálfir brugðið um háls sér. Svo virðist undirrituðum sem ritstjóri Morgunblaðsins hafi nú þegar brugðist við kallinu, samanber leiðara blaðsins í gær.

Fleiri hafa fjallað um Noregsferð Framsóknar. Þorbjörn Broddason, prófessor og fræðimaður í fjölmiðlun, fjallaði um Noregsferðina í þættinum Vítt og breitt í morgun og vakti m.a. athygli á því hvernig fjölmiðlar hefðu kokgleypt þá frétt framsóknarmanna að Íslendingum gæti staðið til boða lán upp á allt að 100 milljjörðum norskra króna. "Þetta var sú upphæð sem þeir (framsóknarmennirnir) nefndu sjálfir", sagði Þorbjörn.

Þegar þeir Sigmundur Davíð og Höskuldur hafa reynt að verja gerðir sínar vegna Noregsfararinnar segjast þeir eingöngu hafa rættum lánalínur og aldrei nefnt þessa háu upphæð. En það var fyrst og fremst þessi tala sem fjölmiðlar ginu við.

Þorbjörn spurði í morgun í umboði hverra framsóknarmennirnir hefðu farið til Noregs annarra en sjálfra sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband