Þrír stjörnublaðamenn hafa sagt upp störfum sínum á Morgunblaðinu og er búist við uppsögn þess fjórða. Þetta eru þeir blaðamenn sem hafa verið hvað mest áberandi í uppljóstrunum á síðustu mánuðum. Meðal þeirra er Björgvin Guðmundsson, ritstjóri viðskiptafrétta.
Þá hefur Þórður Snær Júlíusson viðskiptablaðamaður einnig sagt upp. Sá þriðji er Magnús Halldórsson, blaðamaður í almennum fréttum.
Þá mun Þorbjörn Þórðarson viðskiptablaðamaður einnig vera á förum. Þrír fyrrnefndur blaðamennirnir munu færa sig yfir á Viðskiptablaðið sem Haraldur Johannesenm, ritstjóri Morgunblaðsins, hefur selt hlut sinn í til
fjárfesta. Heimildir DV herma að Björgvin verði í stjórnunarstöðu á blaðinu.
Allir munu þeir hafa verið ósáttir við uppsögn Ólafs Stephensens og ráðningu nýrra ritstjóra og hætta þeir störfum á næstu dögum.
Blaðamennirnir fjórir hafa vakið athygli fyrir beitta, hlutlausa og vandaða umfjöllun um mál tengd hruninu. Ekki liggur fyrir hvernig Morgunblaðið ætlar að fylla það skarð sem myndast við brotthvarf þeirra.
Fólk í fjölmiðlaheiminum veltir nú vöngum yfir því sem gerist á Morgunblaðinu. Kunnur fræðimaður á þessu sviði neri höfundi þessa bloggs upp úr því að sveitungi hans, Guðbjörg Matthíasdóttir, væri ein af eigendum blaðsins og bæri ábyrgð á því að Davíð Oddsson hefði verið ráðinn ritstjóri. Eigendurnir, sem væru einsleitur hópur, hefðu haldið að þeir gætu komið sér upp hagsmunagæslublaði og snjallt væri að ráða Davíð sem ritstjóra; hann væri gáfaður og ritfær.
en Davíð dragnast með fortíð sem hann ætlar ekki að losna við, sagði fræðimaðurinn. Hann er í raun trúður sem tekst, ef heldur sem horfir, að eyðileggja blaðið og missa þá litlu æru sem hann á eftir.
Nú bíða menn næstu könnunar á lestri blaðanna og kemur þá í ljós hver árangurinn af ráðningu ritstjóranna hefur orðið.
Enn eitt áhyggjuefnið bættist svo við í kvöld, samstarf Skjás 1 og Morgunblaðsins. Telja ýmsir að þar sé verið að kasta fjármunum á glæ og undrast þetta tiltæki á meðan fjármál blaðsins eru í raun í uppnámi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.10.2009 | 19:33 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 319700
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.